7 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ

Handbolti

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fyrir unga og efnilega iðkendur fædd árið 2008 fer fram um helgina og eiga KA og KA/Þór alls sjö fulltrúa að þessu sinni. Þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir stýra skólanum auk fleiri þrautreyndra þjálfara.

Bryndís Huld Jónasdóttir, Isabella Agnethe Tarnow, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Júnía Sól Jónasardóttir eru fulltrúar KA/Þórs og þá eru þeir Atli Róbert Haddson, Stefán Grétar Katrínarson og Starkaður Björnsson fulltrúar KA í hópnum.

Æfingarnar fara fram í TM-höllinni í Garðabæ og mun landsliðsfólk Íslands kíkja í heimsókn og ræða við þessa frábæru handboltakrakka.

Handboltaskólinn sem hét áður hæfileikamótun hjá HSÍ hefur verið mikil lyftistöng fyrir afreksstarfið í handboltanum og er klárlega mikilvæg gulrót fyrir unga og öfluga iðkendur sem ætla sér alla leið. Við óskum okkar fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingum helgarinnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is