Flýtilyklar
28.05.2021
Oddaleikurinn er á morgun! Fyllum húsið!
Á morgun, laugardag, fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn klukkan 15:00 og það er alveg ljóst að þetta verður hörkuleikur enda tvö frábær lið að mætast
Lesa meira
28.05.2021
Myndaveislur frá bæjarslag KA og Þórs
KA og Þór mættust í lokaumferð Olísdeildar karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Það má með sanni segja að taugarnar hafi verið þandar en liðunum tókst ekki að skora mark fyrr en eftir tíu mínútna leik og að lokum þurftu þau að sætta sig við jafnan hlut með 19-19 jafntefli
Lesa meira
26.05.2021
Montrétturinn undir þegar KA tekur á móti Þór
Kæru KA-menn, það er komið að því! KA tekur á móti Þór í síðustu umferð Olísdeildar karla á morgun, fimmtudag, klukkan 19:30. Strákarnir eru komnir í úrslitakeppnina en þurfa á sigri að halda til að koma sér í betri stöðu fyrir þá veislu!
Lesa meira
26.05.2021
Stelpurnar ætla sér sigur í Eyjum
KA/Þór sækir ÍBV heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Eyjakonur unnu 26-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu og því þurfa stelpurnar okkar að sigra í kvöld til að tryggja oddaleik í einvíginu
Lesa meira
24.05.2021
Pætur Mikkjalsson til liðs við KA
Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum
Lesa meira
24.05.2021
ÍBV tók fyrsta leikinn (myndaveisla)
KA/Þór og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í KA-Heimilinu í gær. Úr varð mikill spennuleikur og var stemningin í KA-Heimilinu eftir því. Eftir hörkuleik voru það gestirnir sem lönduðu 26-27 sigri og leiða því einvígið 1-0 fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn
Lesa meira
22.05.2021
Einar Birgir framlengir við KA um tvö ár
Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og er það afar jákvætt að halda honum áfram innan okkar raða
Lesa meira
22.05.2021
KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk yngri
Strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í gær tveimur Deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum
Lesa meira
22.05.2021
3. flokkur hampaði titlinum eftir sigur á Þór
Strákarnir í 3. flokki karla í handboltanum unnu nágranna sína í Þór 22-30 í Íþróttahöllinni í dag og hömpuðu í leikslok Deildarmeistaratitlinum fyrir sigur í 2. deild. Strákarnir hafa verið afar flottir í vetur og töpuðu aðeins einum leik
Lesa meira
21.05.2021
KA tryggði úrslitakeppnissæti (myndaveisla)
KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í handboltanum með frábærum 30-29 sigri á FH í hádramatískum leik í KA-Heimilinu. Ekki nóg með að tryggja sæti í úrslitakeppninni með sigrinum þá lyfti liðið sér upp í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá FH í 2. sætinu fyrir síðustu tvær umferðirnar
Lesa meira