Undanúrslitin klár í Coca-Cola bikarnum

Dregið var í undanúrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handboltanum í dag og voru bæði KA og KA/Þór í pottinum eftir frækna sigra í 8-liða úrslitum keppninnar á dögunum. Karlalið KA lagði Hauka að velli í spennuleik á meðan KA/Þór vann sannfærandi tíu marka sigur á HK
Lesa meira

Leik KA og ÍBV frestað til fimmtudags

Leik KA og ÍBV sem átti að fara fram í KA-Heimilinu í dag hefur verið frestað um einn dag vegna veðurs. Leikurinn fer nú fram klukkan 17:30 fimmtudaginn 24. febrúar og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja strákana til sigurs
Lesa meira

KA/Þór líka í úrslitahelgi bikarsins

Stelpurnar í KA/Þór tryggðu sér sæti í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins þriðja árið í röð með afar sannfærandi 30-20 sigri á HK í KA-Heimilinu en stelpurnar eru einmitt ríkjandi Bikarmeistarar eftir sigur í keppninni í haust
Lesa meira

KA í úrslitahelgi bikarsins (myndaveisla)

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins með stórkostlegum 28-26 sigri á Haukum í KA-Heimilinu í gær. Stemningin var magnþrungin í stúkunni og sigurgleðin allsráðandi í leikslok en sigur KA liðsins var ansi verðskuldaður enda leiddu strákarnir leikinn frá upphafi til enda
Lesa meira

Rakel, Rut og Unnur í landsliðshópnum

A-landslið Íslands í handbolta kvenna kemur saman til æfinga á föstudaginn þar sem liðið undirbýr sig fyrir leiki gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2022. Liðin mætast í Tyrklandi 2. mars og í kjölfarið á Íslandi þann 6. mars en íslenska liðið hefur 2 stig í undankeppninni eftir fyrstu tvo leiki sína
Lesa meira

Breyttur leiktími á bikarleik KA/Þórs

Vegna færðar hefur bikarleikur KA/Þórs og HK í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins verið færður til klukkan 19:30 í dag. Bikartvenna dagsins hefst því klukkan 16:00 á leik KA og Hauka í 8-liða úrslitum karlamegin og konurnar taka svo við keflinu
Lesa meira

Tvöföld bikarveisla á sunnudaginn!

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu á sunnudaginn þegar KA og KA/Þór freista þess að tryggja sér sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni. Kvennalið KA/Þórs tekur á móti HK klukkan 14:00 og í kjölfarið taka karlarnir við kl. 16:00 er KA mætir Haukum
Lesa meira

8 frá KA/Þór í U15, U16 og U18

KA/Þór á alls átta fulltrúa í æfingahópum U15, U16 og U18 ára landsliða Íslands í handbolta sem koma saman til æfinga í byrjunu mars. Mikil gróska er í kvennastarfinu hjá okkur um þessar mundir og afar gaman að sjá jafn margar stelpur úr okkar röðum valdar í landsliðshópana
Lesa meira

Ólafur og Rut framlengja við KA og KA/Þór!

Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir framlengdu í dag um tvö ár við KA og KA/Þór og munu leika með liðunum út tímabilið 2023-2024. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hafa þau bæði leikið algjört lykilhlutverk með okkar liðum frá komu þeirra sumarið 2020
Lesa meira

Handboltaleikjaskóli KA hefst um helgina

Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur á sunnudaginn og ljóst að ansi margir hafa beðið spenntir eftir því að skólinn hefji aftur göngu sína. Leikjaskólinn hefur slegið í gegn en æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is