Endurkoma KA gegn Haukum 2002

Handbolti
Endurkoma KA gegn Haukum 2002
Sigurgleðin var gríðarleg hjá KA liðinu! (mynd DV)

Við höldum áfram að rifja upp skemmtileg augnablik úr sögu KA og nú rifjum við upp eina mögnuðustu endurkomu í handboltasögu KA. Hún kom í fyrri undanúrslitaleik KA og Hauka árið 2002 en Haukar sem voru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar leiddu 16-8 í hálfleik. Útlitið var því ansi svart en KA liðið gafst svo sannarlega ekki upp!

KA vann að lokum 32-34 sigur eftir framlengingu og þurfti því aðeins einn sigur í viðbót til að slá út ógnarsterkt lið Hauka og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Leikurinn í KA-Heimilinu var einnig ógleymanlegur en eftir mikla dramatík fyrir framan troðfullt KA-Heimili vann KA liðið 27-26 sigur og hefndi þar fyrir tapið gegn Haukunum árið áður í lokaúrslitunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is