Blak kv. KA - Þróttur Nes janúar 2016
Myndir Þóris Tryggvasonar frá leik KA og Þróttar Nes. Kvenna 0-3 (16-25) (12-25) (15-25). Þróttur Neskaupsstað vann 3:0 sigur á KA í Mizuno-deild kvenna í blaki í dag. Fyrsta hrinan var nokkuð jöfn og spennandi framan af en Þróttarar áttu góðan endasprett og unnu þeir hrinuna 25:16. Í næstu tveimur hrinum var Þróttur Nes með töluverða yfirburði þrátt fyrir marga góða kafla hjá KA. Önnur hrina fór 25:12 og þriðja hrina 25:15.Stigahæstar í liði KA voru Hildur Davíðsdóttir með 7 stig og Unnur Árnadóttir með 6 stig. Hjá Þrótturum var María Karlsdóttir með 17 stig og Ana María Vidal Bouza með 9 stig.