Flýtilyklar
Úrslitaleikur Fram og KA/Þórs kl. 13:30
Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA/Þór sækir Fram heim í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar og því um hreinan úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn að ræða.
KA/Þór stendur ögn betur að vígi og dugar jafntefli til að hampa titlinum en handbolti er hinsvegar ekki íþrótt sem býður upp á að spila upp á jafntefli og ljóst að stelpurnar okkar sem hafa verið frábærar í vetur þurfa að sækja til sigurs gegn ógnarsterku Framliði.
Liðin mættust í upphafsleik vetrarins í leik Meistara Meistaranna þar sem KA/Þór vann sanngjarnan sigur og tryggði sér sinn fyrsta titil í sögu félagsins. Það er því ljóst að það er alveg hægt að leggja Fram að velli á þeirra eigin heimavelli og má búast við hörkuleik.
Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, áfram KA/Þór!