Sex fulltrúar KA í æfingahópum U19

Blak

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U19 ára landsliða Íslands í blaki sem æfa um helgina að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir langa Covid pásu er landsliðsstarfið farið aftur á fullt og munu hóparnir aftur æfa dagana 27.-29. ágúst næstkomandi hér á Akureyri.

Auk þess mun U19 ára landslið kvenna keppa á Smáþjóðamóti á Laugarvatni 3.-5. september en mótið er skipulagt af BLÍ. Strákarnir munu einnig keppa en þeir ferðast til Færeyja 7.-11. október.

KA á þrjá fulltrúa í hvoru liði en kvennamegin voru þær Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir, Heiðbrá Björgvinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir valdar og karlamegin voru þeir Draupnir Jarl Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldvinsson og Sölvi Páll Sigurpálsson valdir.

Það er gríðarlega gaman að sjá jafn marga fulltrúa frá blakdeild KA í hópunum og á sama tíma frábært að landsliðsstarfið sé farið aftur af stað hjá BLÍ.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is