Ragnar Snær snýr aftur í KA

Handbolti
Ragnar Snær snýr aftur í KA
Bjóðum Ragga velkominn heim!

Ragnar Snær Njálsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og snýr því aftur heim til Akureyrar. Raggi sem er uppalinn hjá KA er 34 ára gamall og gengur til liðs við félagið frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Raggi lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með KA árið 2004 og var fastamaður í yngri landsliðum Íslands áður en hann gekk til liðs við HK þar sem hann varð meðal annars Deildarbikarmeistari. Í kjölfarið hélt hann út og lék með Dimou Thermaikou í Grikklandi og Bad Neustadt í Þýskalandi.

Í samtali við heimasíðuna kveðst Ragnar vera gríðarlega spenntur fyrir því að koma aftur heim og láta til sín taka með KA liðinu. Hann er með mikið KA hjarta og getur ekki beðið eftir því að leika aftur í gulu treyjunni fyrir framan stuðningsmenn KA.

Við bjóðum Ragga hjartanlega velkominn heim og getum ekki beðið eftir því að sjá þennan mikla karakter aftur á vellinum. Það er ekki spurning að hann mun láta mikið fyrir sér fara í vörn liðsins á komandi vetri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is