Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni

Handbolti
Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni
Þið voruð ótrúleg í stúkunni! (mynd: Egill Bjarni)

Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn.

Stemningin sem myndaðist í KA-Heimilinu var algjörlega magnþrungin og minnti heldur betur á gamla og góða tíma. Úr varð svakalegur háspennuleikur þar sem liðin skiptust á að leiða en að lokum voru það gestirnir sem fóru með eins marks sigur af hólmi og mætast liðin því í oddaleik að Ásvöllum í kvöld klukkan 19:30.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum

Þeir Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndarar bjóða hér upp á myndaveislur frá herlegheitunum og kunnum við þeim félögum bestu þakkir fyrir framtakið. Á sama tíma þökkum við ykkur kæru KA-menn innilega fyrir stuðninginn í leiknum og vonum svo innilega að strákunum okkar takist ætlunarverkið og komist áfram með sigri á Haukum í kvöld svo við getum upplifað fleiri leiki eins og þennan hér heima í vetur.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is