KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk yngri

Handbolti

Strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í gær tveimur Deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum.

KA1 vann afar sannfærandi 30-14 sigur á FH í KA-Heimilinu í gær og lyfti bikarnum í leikslok en strákarnir tryggðu sér titilinn fyrir viku síðan er liðið vann 15-21 sigur á Aftureldingu í uppgjöri toppliðanna. Strákarnir hafa verið algjörlega frábærir í vetur og ætla sér svo sannarlega alla leið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem nú er framundan.

Deildarmeistarar KA1:
Aftari röð: Heimir Árnason, Dagur Árni Heimisson, Arnar Elí Guðlaugsson, Jens Bragi Bergþórsson, Óskar Þórarinsson, Úlfar Guðbjargarson, Kári Brynjólfsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Stefán Árnason.
Fremri röð: Heiðmar Örn Björgvinsson, Þormar Sigurðsson, Magnús Dagur Jónatansson, Hugi Elmarsson, Aron Daði Stefánsson, Ævar Ottó Arnarsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson.

Þá fékk KA2 loks bikarinn í hendurnar fyrir sigurinn í 3. deildinni en strákarnir sýndu frábæran karakter í vetur. Deildin var gríðarlega jöfn og spennandi en að lokum voru strákarnir okkar verðskuldaðir sigurvegarar en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í vetur.


3. deildarmeistarar KA2

Aftari röð: Heimir Árnason, Arnar Elí Guðlaugsson, Úlfar Guðbjargarson, Kári Brynjólfsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Stefán Árnason.
Fremri röð: Heiðmar Örn Björgvinsson, Þormar Sigurðsson, Aron Daði Stefánsson, Ævar Ottó Arnarsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson.

Þjálfarar strákanna eru þeir Stefán Árnason og Heimir Örn Árnason og eru þeir að vinna frábært starf með 4. flokkinn. Ekki nóg með að bæði liðin á yngra ári hafi hampað sigri í sinni deild þá varð KA liðið á eldra ári jafnt Haukum í efsta sæti efstu deildar en þurfti að sætta sig við silfrið vegna innbyrðisviðureigna.

Framundan er úrslitakeppnin sjálf og ekki spurning að okkar lið eru þar líkleg til að hampa þeim stóra.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is