Flýtilyklar
Jón, Allan, Patti og Jói framlengja við KA
Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður.
Patrekur Stefánsson er 25 ára leikstjórnandi sem hefur gert 63 mörk í 22 leikjum í vetur. Patti sem er uppalinn hjá KA gekk aftur til liðs við félagið fyrir tímabilið 2019-2020 og hefur heldur betur komið af krafti inn í liðið síðan þá.
Jón Heiðar Sigurðsson er 30 ára gamall leikstjórnandi sem hefur gert 46 mörk í 23 leikjum í vetur. Jón Heiðar er mikill liðsmaður og virðist njóta sín best þegar hann spilar upp á aðra.
Jóhann Geir Sævarsson er 22 ára gamall vinstri hornamaður sem hefur gert 55 mörk í 23 leikjum í vetur. Jóhann sem gekk til liðs við KA í vetur hefur heldur betur komið sterkur inn í liðið og haldið áfram að bæta sig jafnt og þétt.
Allan Norðberg er 27 ára gamall hægri hornamaður sem hefur gert 39 mörk í 23 leikjum í vetur. Ekki nóg með að leika með KA þá er hann auk þess lykilmaður í Færeyska landsliðinu.
Það eru frábærar fréttir að halda þessum mögnuðu köppum innan okkar raða, ekki nóg með að þeir eru allir öflugir leikmenn þá eru þeir líka með stórt KA hjarta. Þessir samningar eru skýr skilaboð að áfram er stefnan hjá félaginu að byggja á góðum liðsanda og flottri stemningu, hvort sem er innan eða í kringum liðið.