Íslandsmótið í strandblaki - 16 lið frá KA

Blak

Blakdeild KA heldur íslandsmótið í strandblaki nú um helgina í Kjarnaskógi en mótið hefst á laugardeginum og lýkur svo með úrslitaleikjum á sunnudeginum. Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum og er taktíkin ansi frábrugðin hinu hefðbundna inniblaki.

Það má heldur betur reikna með miklu fjöri á mótsstað en mikill fjöldi liða er skráður á mótið í ár og eru meðal annars heil 16 lið frá KA.

Smelltu hér til að skoða leikjaplan mótsins

Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að kíkja upp í Kjarnaskóg og upplifa stemninguna á mótsstað.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is