Flýtilyklar
Handboltaleikjaskóli KA aftur um helgina
Handboltaleikjaskóli KA hefst að nýju á sunnudaginn eftir covid pásu en skólinn er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt.
Leikjaskólinn fer fram í íþróttasal Naustaskóla á sunnudögum frá klukkan 10:00 til 10:45. Aðalþjálfarar eru þeir Heimir Örn Árnason, Andri Snær Stefánsson og Stefán Guðnason en allir eru þeir þaulreyndir þjálfarar sem hafa verið í þjálfun í 15-20 ár.
Æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta. Þetta er því frábært tækifæri á að koma krökkum af stað í boltanum. Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á sunnudaginn en það er posi á staðnum og verður vel tekið á móti ykkur.