Fimm frá KA/Þór í landsliðshópnum

Handbolti
Fimm frá KA/Þór í landsliðshópnum
Stelpurnar eru klárar í slaginn!

KA/Þór á alls fimm fulltrúa í landsliðshópnum sem fer til Cheb í Tékklandi dagana 25.-27. nóvember næstkomandi. Hópurinn telur alls 30 leikmenn en Ísland mun tefla fram tveimur liðum og er ansi spennandi að fylgjast með HSÍ setja enn meiri kraft í umgjörð kvennalandsliðsins.

Fulltrúar okkar í hópnum eru þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir. Þær Aldís, Ásdís, Rut og Unnur voru einnig í síðasta landsliðshóp og kemur Rakel Sara nú inn sem nýliði.

Stelpurnar munu koma til móts við hópinn í Tékklandi en KA/Þór sækir spænsku bikarmeistararna í Elche heim á næstunni og því ansi spennandi Evrópuverkefni framundan hjá okkar stelpum. Á mótinu í Tékklandi tefla Noregur, Sviss og Tékkland fram liðum auk Íslands.

Leikjaplan mótsins er eftirfarandi:

Leikjadagskrá A landsliðsins
25. nóv. kl. 17:00 Ísland – Noregur
26. nóv. kl. 19:00 Ísland – Sviss
27. nóv. kl. 13:00 Ísland – Tékkland

Leikjadagskrá B landsliðsins
25. nóv. kl. 15:00 Ísland – Noregur
26. nóv. kl. 15:00 Ísland – Sviss
27. nóv. kl. 09:00 Ísland – Tékkland


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is