Fimm frá KA á NEVZA með U19

Blak
Fimm frá KA á NEVZA með U19
Draupnir, Heiðbrá, Gísli, Jóna og Sölvi

Blakdeild KA á alls fimm fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA Norðurlandamótunum sem fara fram í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Hópurinn lagði af stað í dag og keppnin hefst svo á föstudag.

Í drengjalandsliðinu eru þrír frá KA en það eru þeir Draupnir Jarl Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldvinsson og Sölvi Páll Sigurpálsson en þjálfarar liðsins eru þeir Massimo Pistoia og Tamas Kaposi.

Í stúlknalandsliðinu eru Heiðbrá Björgvinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir fulltrúar KA en þjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vicente og honum til aðstoðar er Paula Del Olmo Gomez en Paula leikur eins og við þekkjum einnig með KA.

Við óskum okkar flottu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á mótinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is