Stuðningsmannaveggur KA og KA/Þórs

Kæru stuðningsmenn KA og KA/Þórs. Handknattleiksdeild KA ætlar að endurnýja stuðningsmannavegginn góða sem hangir uppi í stiganum í KA-heimilinu. Þar má sjá fjölda nafna sem styðja og styrkja starf handknattleiksdeildar. Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á vegginn en hann fer í prentun í næstu viku. Hægt er að skrá eins mörg nöfn og maður vill auk þess sem hægt er að fá lógó fyrirtækja á vegginn. Deildin óskar eftir 10.000 kr. fyrir hvert nafn – sem fer að sjálfsögðu í að styrkja starf beggja deilda - en stærri framlög eru líka vel þegin Takk fyrir stuðninginn! Reikningur handknattleikdeildar er: 0162-26-11888 kt 571005-0180 6599533
Lesa meira

Stórleikur KA og Hauka kl. 19:30

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Haukum í Olísdeild karla kl. 19:30. Bæði lið hafa farið vel af stað og eru með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og ljóst að það er hörkuleikur framundan
Lesa meira

Ungmennalið KA tekur á móti Þór í KA-heimilinu í kvöld

Í kvöld fer fram stórleikur í Grill66 deild karla í handbolta þegar að ungmennalið KA tekur á móti Þór. Leikurinn hefst kl. 19:30 og gilda ársmiðar KA á leikinn! Það verða hamborgarar á grillinu og góð stemming!
Lesa meira

Stórkostleg dagskrá á KA-svæðinu næstu daga | Handbolti og fótbolti í forgrunni | Olís og Besta

Það er lífstíll að vera KA-maður segja þeir. Það er nóg um að vera hjá okkar glæsilega félagi næstu daga og þá er dagskráin á KA-svæðinu algjörlega til fyrirmyndar! Smelltu á fréttina til að skoða dagskránna
Lesa meira

Fraga-systur semja við KA/Þór

Handknattleiksdeild KA/Þór hefur gengið frá samningum við brasilískar systur. Nathália Fraga og systir hennar Isabelle Fraga.
Lesa meira

Daði Jónsson snýr aftur heim!

Handknattleiksliði KA barst í dag gríðarlega góður liðsstyrkur þegar Daði Jónsson sneri aftur heim. Daði sem verður 26 ára síðar á árinu er uppalinn hjá okkur í KA og brennur svo sannarlega fyrir félagið. Hann hefur verið leiðandi í baráttunni bæði innan sem utan vallar
Lesa meira

Mátunardagur hjá Macron og handboltanum

Í dag, fimmtudag milli 15:30 og 16:30 og á morgun, föstudag milli 16:00 og 17:00 verður hægt að koma og máta peysur sem munu fylgja æfingagjöldunum hjá handboltanum í KA og KA/Þór í vetur. Mátunin fer fram í fundarsalnum í KA-heimilinu á auglýstum tímum og munu foreldrar þurfa sjálfir að fylla út í skjal hvaða stærð barnið þeirra tekur. Afhending er síðan um 4 vikum eftir að KA sendir frá sér pöntun.
Lesa meira

Fyrsti heimaleikur er á morgun | Halldór þjálfari: Nota leikmenn úr eigin starfi og gefa uppöldum leikmönnum tækifæri

KA tekur á móti Fram í fyrsta heimaleik drengjanna í Olís-deild karla þennan veturinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 annaðkvöld (fimmtudag) og verður væntanlega hart barist. Af því tilefni fékk KA.is Halldór Stefán þjálfara liðsins til að svara nokkrum spurningum
Lesa meira

2 dagar í fyrsta heimaleik | Skarpi svarar hraðaspurningum

Það eru tveir dagar í það að KA taki á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta í KA-heimilinu. Síðast þegar þessi lið mættust síðasta vor var fullt hús af fólki og stemmingin sturluð þó að Fram hafi farið með bæði stigin með sér suður. Það er um að gera endurtaka leikinn varðandi stemminguna - en helst ekki stigin. Leikurinn er á fimmtudaginn kl. 19:30 og verða hammarar á grillunum og stuð fram eftir kvöldi. Í tilefni að það séu bara 2 dagar í leik fékk KA.is Skarphéðinn Ívar Einarsson til að svara nokkrum hraðaspurningum.
Lesa meira

Handboltaveislan hefst í dag | Kristín Aðalheiður: Mjög spennt fyrir þessu tímabili

KA/Þór tekur á móti ÍBV í dag kl. 13:00 í KA-heimilinu! Olísdeildin að fara í gang og mikil spenna í loftinu. Fyrirliði KA/Þór, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, svaraði nokkrum spurningum fyrir KA.is um komandi tímabil
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is