Flýtilyklar
15.03.2020
Myndband frá bikarsigri 4. flokks yngri
KA varð Bikarmeistari á yngra ári í 4. flokki karla í handbolta árið 2020. Strákarnir léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni þann 8. mars. Strákarnir voru vel stemmdir, tóku forystuna strax frá upphafi og unnu að lokum 14-24 stórsigur
Lesa meira
14.03.2020
Endurkoma KA gegn Haukum 2002
Við höldum áfram að rifja upp skemmtileg augnablik úr sögu KA og nú rifjum við upp eina mögnuðustu endurkomu í handboltasögu KA. Hún kom í fyrri undanúrslitaleik KA og Hauka árið 2002 en Haukar sem voru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar leiddu 16-8 í hálfleik. Útlitið var því ansi svart en KA liðið gafst svo sannarlega ekki upp
Lesa meira
13.03.2020
Helgarfrí hjá KA
Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar tekið þá ákvörðun að fresta öllum æfingum um helgina og mun endurmeta stöðuna á mánudaginn 16. mars
Lesa meira
12.03.2020
Olís deildin fer aftur af stað í kvöld
Það er loksins komið að næsta leik í Olís deild karla hjá KA liðinu þegar strákarnir sækja FH heim í Kaplakrikann klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar
Lesa meira
11.03.2020
Þjónustukönnun KA
KA er nú með veigamikla þjónustukönnun í gangi þar sem leitast er eftir svörum frá foreldrum iðkenda félagsins. Markmiðið er að við áttum okkur á styrkleikum starfs okkar sem og vanköntum svo við getum bætt í og gert starf okkar enn betra
Lesa meira
11.03.2020
Myndaveisla frá bikarúrslitaleik KA/Þórs
KA/Þór lék í fyrsta skiptið í úrslitum bikarkeppni HSÍ er liðið mætti Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda er Fram með besta lið landsins. Það varð einmitt raunin því þrátt fyrir fína frammistöðu þurftu stelpurnar okkar að sætta sig við silfur
Lesa meira
10.03.2020
Myndaveislur frá bikarúrslitaleikjum yngri flokka
Strákarnir í 4. flokki KA og stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku um helgina í úrslitum Coca-Cola bikarsins. Stelpurnar þurftu að sætta sig við silfur eftir frábæra framgöngu í keppninni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á stóra sviðinu og hömpuðu því Bikarmeistaratitlinum
Lesa meira
08.03.2020
KA bikarmeistari í 4. flokki yngri
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki léku í dag til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í toppbaráttu í efstu deild í flokknum og má með sanni segja að andrúmsloftið í Höllinni hafi verið afar skemmtilegt
Lesa meira
07.03.2020
Fram of stór biti í úrslitaleiknum
KA/Þór lék í fyrsta skipti til úrslita í Coca-Cola bikarnum í dag er liðið mætti Fram. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda hefur Fram verið besta lið landsins í vetur og vann afar sannfærandi sigur á Val í sínum undanúrslitaleik
Lesa meira
07.03.2020
Silfur í bikarnum hjá 3. flokki KA/Þórs
Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum í gær er þær mættu gríðarlega sterku liði Vals. KA/Þór hafði farið ansi erfiða leið í úrslitaleikinn og höfðu slegið út Fram og HK en lentu á vegg gegn taplausu liði Vals
Lesa meira