Satchwell framlengir við KA um tvö ár

Handknattleiksdeild KA og markvörðurinn knái Nicholas Satchwell skrifuðu í dag undir nýjan samning og er Nicholas því samningsbundinn KA næstu tvö árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda hefur Nicholas komið sterkur inn í lið KA í vetur og staðið sig með prýði
Lesa meira

KA sækir Gróttu heim kl. 16:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í dag þegar KA sækir Gróttu heim klukkan 16:00 í Hertz höllinni. Þetta verður fyrsti leikur strákanna í akkúrat mánuð eftir síðustu Covid pásu og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks
Lesa meira

KA og Þór mætast í 4. flokki í dag

Það er bæjarslagur í 4. flokki karla yngri í handboltanum í dag þegar KA og Þór mætast klukkan 16:50 í KA-Heimilinu. Eins og alltaf má búast við miklum baráttuleik þegar þessi lið mætast og alveg ljóst að strákarnir okkar verða klárir í slaginn
Lesa meira

Handboltaleikjaskóli KA aftur um helgina

Handboltaleikjaskóli KA hefst að nýju á sunnudaginn eftir covid pásu en skólinn er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
Lesa meira

Aðalfundur KA og deilda félagsins

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram dagana 29. og 30. apríl
Lesa meira

Unnur Ómarsdóttir snýr aftur heim

Unnur Ómarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA/Þór og mun því leika með liðinu á komandi tímabili. Unnur sem er uppalin hjá KA/Þór snýr því aftur heim og verður virkilega gaman að sjá hana aftur í okkar búning í KA-Heimilinu
Lesa meira

Óðinn, Einar og Arnar til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA gerði í dag samninga við þá Óðin Þór Ríkharðsson, Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson og munu þeir leika með liðinu á næsta tímabili. Samningarnir eru til tveggja ára og er ljóst að koma þeirra mun styrkja KA liðið enn frekar í baráttunni í Olísdeildinni
Lesa meira

Nýjar sóttvarnarreglur stöðva íþróttastarf

Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar á fundi almannavarna í dag og taka gildi á miðnætti þar sem allt íþróttastarf var stöðvað auk þess sem 10 manna samkomubann var komið á. KA mun að sjálfsögðu fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan samkomubannið er í gildi
Lesa meira

Miðasalan er hafin á KA - Stjarnan

Baráttan heldur áfram í handboltanum á morgun, mánudag, eftir smá landsleikjapásu þegar KA fær Stjörnuna í heimsókn klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Strákarnir hafa verið á mikilli siglingu og stefna að sjálfsögðu á tvö stig
Lesa meira

KA og KA/Þór fengu útileik í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handboltanum í hádeginu og voru KA og KA/Þór að sjálfsögðu í pottinum. Bæði lið fengu andstæðing úr neðri deild en samkvæmt reglum bikarkeppninnar fær það lið sem er deild neðar ávallt heimaleik og því útileikir framundan
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is