Flýtilyklar
Miðasalan er hafin á KA - Stjarnan
21.03.2021
Handbolti
Baráttan heldur áfram í handboltanum á morgun, mánudag, eftir smá landsleikjapásu þegar KA fær Stjörnuna í heimsókn klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Strákarnir hafa verið á mikilli siglingu og stefna að sjálfsögðu á tvö stig!
Athugið að miðasala á leikinn fer í gegnum appið „Stubbur“. Þeir sem ómögulega geta nýtt sér Stubb appið eða eru í vandræðum geta keypt miða í KA-heimilinu í dag frá kl. 16:00. Aðeins 142 aðgöngumiðar verða í boði á leikinn í kvöld og því mikilvægt að allir gangi frá sínum miðakaupum sem fyrst. Þeir sem eiga ársmiða eru vinsamlegast beðnir um að senda línu á agust@ka.is ef þeir eru í vandræðum að fá upp sinn miða í appinu.
Húsið opnar 17:15 og eru allir beðnir um að mæta snemma því það þarf að skrá hvern einstakling í númerað sæti – og gæti það reynst tímafrekt ef allir mæta á sama tíma. Það verður gert í anddyri KA-heimilisins. Fólk er síðan beðið um að halda kyrru fyrir í sætum í hléi nema nauðsyn krefji og minnt er á grímuskyldu fyrir fullorðna í stúkunni.
Engin veitingasala verður í hléi eða fyrir leik!
Ársmiðahafar í Stubb eru öruggir um miða og hlökkum við til að sjá ykkur, áfram KA!
Fyrir ykkur sem ekki komist á leikinn verður hann í beinni útsendingu á KA-TV: