Tryggjum stelpunum oddaleik!

KA/Þór og Valur mætast í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Valur leiðir einvígið 1-2 eftir sigur á Hlíðarenda í gær eftir afar sveiflukenndan leik
Lesa meira

Heimaleikir í úrslitakeppni yngriflokka

Það er komið að úrslitastundu á öllum vígsstöðvum í handboltanum og eru þrír heimaleikir framundan um helgina hjá yngriflokkum KA og KA/Þórs. Það er því heldur betur handboltaveisla framundan sem enginn ætti að láta framhjá sér fara
Lesa meira

Frábær sigur KA/Þórs (myndaveisla)

KA/Þór vann frábæran og sanngjarnan 26-23 sigur á Val í KA-Heimilinu í gær og jafnaði þar með metin í 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Stelpurnar náðu snemma frumkvæðinu og spiluðu lengst af stórkostlegan handbolta
Lesa meira

Við þurfum á ykkur að halda í stúkunni!

Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA/Þór tekur á móti Val klukkan 18:00. Þarna mætast liðin öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og leiðir Valur einvígið 0-1
Lesa meira

Fimm frá KA í U16 sem mætir Færeyjum

KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson
Lesa meira

Einvígi Vals og KA/Þórs hefst í kvöld

Handboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar Valur og KA/Þór mætast í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda klukkan 18:00. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um titilinn á síðustu leiktíð og alveg ljóst að svakaleg barátta og skemmtilegir leikir eru framundan
Lesa meira

Rakel Sara til liðs við Volda

Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil
Lesa meira

KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk eldri

KA er tvöfaldur Deildarmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handboltanum og lyftu bæði lið bikarnum í KA-Heimilinu um helgina. Það er heldur betur bjart framundan hjá þessum strákum en fyrr á árinu varð KA einnig Bikarmeistari í flokknum
Lesa meira

Fyrsti í úrslitakeppninni hjá KA/Þór

KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 18:00 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í KA-Heimilinu í kvöld. Stelpurnar ætla að byrja af krafti og þurfa svo sannarlega á því að halda að við fjölmennum í stúkuna, áfram KA/Þór!
Lesa meira

Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni

Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is