Flýtilyklar
Opna Norðlenska fer fram um helgina
12.08.2021
Handbolti
Það er farið að styttast í komandi handboltavetur og fer hið árlega æfingamót Opna Norðlenska fram nú um helgina. Eins og undanfarin ár er keppt í karla- og kvennaflokki og verður spennandi að sjá stöðuna á liðunum eftir sumarfrí.
Karlamegin keppa KA, Fram, Hörður og ungmennalið KA en kvennamegin keppa KA/Þór, Fram, ÍBV og ungmennalið KA/Þórs og ÍBV. Leikið er bæði í KA-Heimilinu sem og í Höllinni.
Athugið að vegna sóttvarnarreglna eru takmörk á fjölda áhorfenda á mótinu en allir leikir sem spilaðir eru í KA-Heimilinu verða í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála.
Föstudagur 13. ágúst
Kyn | Leikur | Staður | Tími |
KVK | ÍBV - Fram | KA-Heimilið | 16:00 |
KVK | KA/Þór - ÍBV U | Höllin | 18:00 |
KK | KA - Hörður | KA-Heimilið | 18:00 |
KK | KA U - Fram | KA-Heimilið | 20:00 |
Laugardagur 14. ágúst
Kyn | Leikur | Staður | Tími |
KVK | ÍBV - KA/Þór U | Höllin | 11:00 |
KK | KA - Fram | KA-Heimilið | 12:00 |
KK | KA U - Hörður | Höllin | 13:30 |
KVK | KA/Þór - Fram | KA-Heimilið | 14:00 |
KA - Fram - 12:00
KA/Þór - Fram kvenna - 20:00