Flýtilyklar
KA - Valur í beinni á KA-TV kl. 19:30
Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en í kvöld tekur KA á móti Valsmönnum aðeins þrem dögum eftir að strákarnir unnu frækinn sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Eftir þrjá daga mæta strákarnir svo Þór í öðrum nágrannaslagnum á stuttum tíma.
KA er taplaust í síðustu fjórum leikjum sínum og hefur unnið þrjá af þessum leikjum. Strákarnir eru með 9 stig eftir fyrstu átta leiki sína í Olísdeildinni en Valur er með 10 stig eftir níu leiki. Með sigri í dag getur KA liðið þar með farið uppfyrir Val auk þess sem liðið á enn leik til góða.
Á sama tíma er baráttan í deildinni gríðarlega jöfn og spennandi en aðeins eitt stig skilur að liðin í 5. sæti og 9. sæti. KA er fyrir leikinn í 6. sætinu og er aðeins fjórum stigum frá toppsætinu.
Það má búast við svakalegum leik í kvöld en rimma KA og Vals er fyrir löngu orðin söguleg. Þá tapaði Valur illa í síðustu umferð sem mun klárlega ýta hressilega við þeim fyrir leik kvöldsins.
Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum í kvöld en hann verður í beinni á KA-TV, áfram KA!