KA liđiđ slátrađi ÍR-ingum (myndaveisla)

Handbolti
KA liđiđ slátrađi ÍR-ingum (myndaveisla)
Frábćr frammistađa í gćr! (mynd: Egill Bjarni)

KA tók á móti ÍR í Olísdeild karla í KA-Heimilinu í gćr en fyrir leikinn var KA međ 5 stig í hörkubaráttu um miđja deild en ÍR-ingar á botninum án stiga. ÍR hafđi ţó átt frábćran leik gegn Stjörnunni í síđustu umferđ og mátti ţví reikna međ krefjandi viđureign.

Leikurinn fór rólega af stađ og ţegar fyrri hálfleikur var nćrri ţví hálfnađur var stađan jöfn 4-4. Varnarleikur strákanna var öflugur og ţar fyrir aftan var Nicholas Satchwell í stuđi en bitiđ vantađi sóknarlega. En hćgt og bítandi fór KA liđiđ ađ finna taktinn betur og betur í sókninni og tókst ađ auka hrađann í sínum leik.

Í kjölfariđ stungu strákarnir af og náđu mest sjö marka forystu áđur en flautađ var til hálfleiks og leiddu ţá 15-9. Ţađ hefur stundum gengiđ brösuglega ađ ná ađ ganga endanlega frá svona leikjum en ţađ varđ heldur betur ekki raunin í ţessum leik.

Tímalína fyrri hálfleiks


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Fljótlega var munurinn orđinn átta mörk og í raun bara spurning hversu stór sigur KA liđsins yrđi. Gestunum tókst ađ halda í viđ strákana í nokkrar mínútur en lentu svo aldeilis á vegg!

Í stöđunni 22-15 hreinlega kaffćrđu strákarnir Breiđhyltinga og gerđu nćstu tíu mörk leiksins. Á endanum tókst gestunum ekki ađ skora mark í rétt tćpar 16 mínútur sem er eitthvađ sem ţú sérđ aldeilis ekki oft og hvađ ţá í deild ţeirra bestu. Stađan var ţví orđin 32-15 áđur en ÍR-ingum tókst ađ ná inn einu marki og lokatölur ţví 32-16 stórsigur KA stađreynd.

Tímalína seinni hálfleiks

Ţađ var algjörlega frábćrt ađ fylgjast međ leik okkar liđs í gćr, ÍR-liđiđ er sýnd veiđi en ekki gefin og klárt ađ ţeir munu taka einhver stig í vetur. En strákarnir mćttu frábćrlega til leiks, eftir smá bras sóknarlega í upphafi small leikur ţeirra og ţeir stigu aldrei af bensíngjöfinni.

Varnarleikurinn var gjörsamlega frábćr og ţar fyrir aftan var Nicholas Satchwell međ 17 varin skot og endađi hann ţví međ yfir 50% markvörslu. Í raun hefđi liđiđ hćglega getađ fengiđ enn fćrri mörk á sig en gestunum gekk bölvanlega ađ koma sér í fćri og komu ţó nokkur mörk ţeirra uppúr langskotum er höndin var komin upp.

Árni Bragi Eyjólfsson var markahćstur međ 6 mörk, ţar af eitt úr víti en ţađ var eina vítakastiđ í leiknum. Áki Egilsnes, Einar Birgir Stefánsson og Patrekur Stefánsson gerđu allir 4 mörk og ţeir Allan Norđberg, Ólafur Gústafsson og Jóhann Geir Sćvarsson gerđu 3 mörk hver. Ţá gerđu Ţorri Starrason, Jón Heiđar Sigurđsson, Andri Snćr Stefánsson og Dađi Jónsson allir eitt mark.

Frábćr frammistađa sem skilar tveimur mikilvćgum stigum í hús en ţađ stefnir í gríđarlega harđa og spennandi baráttu í deildinni. Nćsta verkefni er hinsvegar í bikarkeppninni ţar sem KA mćtir nágrönnum sínum í Ţór í Höllinni á miđvikudaginn. Athugiđ ađ engir áhorfendur eru leyfđir á leiknum en hann verđur í beinni útsendingu á RÚV og ţví um ađ gera ađ fylgjast vel međ nágrannaslagnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is