KA Íslandsmeistari 1997 - Leiðin til sigurs

Handbolti
KA Íslandsmeistari 1997 - Leiðin til sigurs
Loksins tókst að landa þeim stóra!

KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 en fram að því hafði liðið tvívegis orðið Bikarmeistari og einu sinni Deildarmeistari. KA hafði tapað í lokaúrslitum Íslandsmótsins undanfarin tvö ár og því var eðlilega fagnað af mikilli innlifun þegar liðið landaði þeim stóra eftir frábæra úrslitakeppni.

Áður en kom að úrslitakeppninni hafði KA meðal annars farið alla leið í 8-liða úrslit Evrópukeppni Bikarhafa og fjórða árið í röð lék liðið til úrslita í Bikarkeppninni. Leikjaálagið var því mikið á liðinu sem endaði í 3. sæti deildarinnar og var KA því einungis með heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum.

Fyrr hafði spurst út að Alfreð Gíslason spilandi þjálfari myndi hætta með liðið að tímabilinu loknu og halda til Þýskalands. Liðið tapaði síðustu þremur leikjum sínum í deildinni eftir þessar fregnir og ljóst að KA liðið þyrfti að núllstilla sig og koma sér aftur í gang fyrir úrslitakeppnina.

Hér förum við yfir hvern einasta leik í úrslitakeppninni en bæði í 8-liða úrslitum sem og í undanúrslitunum lenti liðið með bakið uppvið vegg eftir tap í fyrsta leik. Liðið sýndi því gríðarlegan karakter að snúa hlutunum trekk í trekk sér ívil og skrifa söguna upp á nýtt með því að vera fyrsta landsbyggðarliðið til að verða Íslandsmeistari í handknattleik.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá sigurlið KA.
Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg Ragnarsdóttir, nuddari, Leó Örn Þorleifsson, Sverrir Björnsson, Guðmundur A. Jónsson, Erlingur Kristjánsson, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Julian Duranona, Sergei Zisa, Árni Stefánsson, liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Halldór Sigfússon, Sævar Árnason, Björgvin Þ. Björgvinsson, Hörður Flóki Ólafsson, Jakob Jónsson, Hermann Karlsson, Jóhann G. Jóhannsson, Alfreð Gíslason.

Þess má geta að Erlingur Kristjánsson var fyrirliði liðsins en hann var einnig fyrirliði Íslandsmeistaraliðs KA í knattspyrnu sumarið 1989 og er hann eini einstaklingurinn til að vera fyrirliði Íslandsmeistara í bæði knattspyrnu og handbolta hjá sama félaginu. Þá er hann einnig leikjahæsti leikmaður KA í handbolta með 577 leiki og leikjahæsti leikmaður KA í knattspyrnu í efstu deild með 127 leiki.

17. mars 1997
KA - Stjarnan 14-17, 8-liða úrslit leikur 1

KA og Stjarnan mættust í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997. KA var með heimaleikjarétt í einvíginu en liðið endaði í 3. sæti Nissan-deildarinnar en Stjarnan í 6. sæti.

Það var búist við hörkubaráttu í einvíginu og Stjörnumenn áttu eftir að koma mörgum á óvart þá sérstaklega í fyrsta leik liðanna sem fram fór í KA-Heimilinu þann 17. mars 1997.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson, Hörður Flóki Ólafsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Halldór Jóhann Sigfússon, Jakob Jónsson og Sverre Andreas Jakobsson úti.

Mörk KA: Sergei Ziza 4 (1 úr víti), Sævar Árnason 3, Róbert Julian Duranona 2, Leó Örn Þorleifsson 2, Jakob Jónsson 1, Heiðmar Felixson 1, Björgvin Þór Björgvinsson (1 úr víti)


19. mars 1997
Stjarnan - KA 20-29, 8-liða úrslit leikur 2

KA og Stjarnan mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997 þann 19. mars 1997. Stjörnumenn höfðu náð sigri í fyrsta leik liðanna í KA-Heimilinu og gátu því slegið út sterkt lið KA með sigri á sínum heimavelli í Garðabænum.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 11 (5 úr vítum), Heiðmar Felixson 4, Sergei Ziza 4 (1 úr víti), Leó Örn Þorleifsson 3, Sævar Árnason 3, Jóhann Gunnar Jóhannsson 3 og Björgvin Þór Björgvinsson 1


21. mars 1997
KA - Stjarnan 23-18, 8-liða úrslit leikur 3

KA og Stjarnan höfðu unnið sitt hvorn leikinn og þurftu því að mætast í hreinum oddaleik þann 21. mars 1997 um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Heiðmar Felixson 7, Róbert Julian Duranona 4 (3 úr vítum), Jóhann Gunnar Jóhannsson 4, Björgvin Þór Björgvinsson 3, Leó Örn Þorleifsson 2, Sævar Árnason 2 og Sergei Ziza 1


25. mars 1997
Haukar - KA 25-24, undanúrslit leikur 1

Haukar og KA mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997. Þessi lið höfðu mæst í Bikarúrslitaleiknum þetta tímabilið auk þess að enda ofar í deildinni sem tryggði þeim heimaleikjaréttinn í einvíginu.

Fyrsti leikur liðanna fór fram í Strandgötu þann 25. mars 1997 og voru margir sem töldu lið Hauka líklegt til að fara áfram í úrslitin.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.
Mörk KA: Róbert Julian Duranona 6 (2 úr vítum), Jóhann Gunnar Jóhannsson 5, Björgvin Þór Björgvinsson 4, Leó Örn Þorleifsson 4, Jakob Jónsson 2, Heiðmar Felixson 1, Sævar Árnason 1 og Alfreð Gíslason 1


27. mars 1997
KA - Haukar 30-27, undanúrslit leikur 2

KA varð að leggja Hauka að velli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997 en leikurinn fór fram þann 27. mars 1997. Haukar sigruðu fyrsta leik liðanna og KA þurfti sigur í KA-Heimilinu til að knýja fram oddaleik.

Þess má geta að Alfreð Gíslason handarbrotnaði í leiknum en lét það ekki stöðva sig og kláraði leikinn og reyndar alla leikina sem eftir voru á tímabilinu, þvílík harka!

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 10, Sergei Ziza 8 (4 úr vítum), Leó Örn Þorleifsson 4, Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Sævar Árnason 3 og Björgvin Þór Björgvinsson 2


29. mars 1997
Haukar - KA 26-27, undanúrslit leikur 3

Haukar og KA höfðu bæði unnið sinn heimaleik og mættust því í hreinum oddaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997. Oddaleikurinn fór fram í Strandgötu þann 29. mars 1997 og bjuggust margir við sigri Hauka enda ákaflega sterkir á heimavelli.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 10 (2 úr vítum), Sergei Ziza 9 (3 úr vítum), Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Leó Örn Þorleifsson 2 og Sævar Árnason 1


6. apríl 1997
Afturelding - KA 27-25, úrslit leikur 1

KA mætti Deildarmeisturum Aftureldingar í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997. Afturelding hafði unnið deildina með nokkrum yfirburðum og hafði því heimaleikjaréttinn í einvíginu en KA var að leika til úrslita þriðja árið í röð. Fyrsti leikur liðanna fór fram að Varmá þann 6. apríl 1997.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk K.A.: Róbert Julian Duranona 8 (3 úr vítum), Sergei Ziza 6 (1 úr víti), Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Leó Örn Þorleifsson 3, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Heiðmar Felixson 1, Sverre Andreas Jakobsson 1 og Jakob Jónsson 1


8. apríl 1997
KA - Afturelding 27-24, úrslit leikur 2

KA þurfti að svara fyrir sig í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta 1996-1997 þann 8. apríl 1997. Afturelding vann fyrsta leikinn og gat með sigri í KA-Heimilinu komist í sterka stöðu, en KA menn vildu jafna með sigri á heimavelli.

Þess má geta að þetta var 500. leikur Erlings Kristjánssonar fyrir KA í handknattleik en Erlingur er leikjahæsti leikmaður í sögu KA með 577 leiki.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 12 (5 úr vítum), Jóhann Gunnar Jóhannsson 7, Heiðmar Felixson 2, Sergei Ziza 2, Björgvin Þór Björgvinsson 2 og Leó Örn Þorleifsson 2


10. apríl 1997
Afturelding - KA 26-29, úrslit leikur 3

Afturelding og KA mættust í þriðja leik sínum í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997 þann 10. apríl 1997. Liðin höfðu unnið sitthvorn heimaleikinn, Afturelding reyndi að halda heimaleikjarétti sínum með sigri á meðan KA freistaði þess að koma sér í lykilstöðu fyrir fjórða leikinn í KA-Heimilinu.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Sergei Ziza 9 (4 úr vítum), Róbert Julian Duranona 7, Jóhann Gunnar Jóhannsson 5, Jakob Jónsson 4, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Leó Örn Þorleifsson 1 og Alfreð Gíslason 1


12. apríl 1997
KA - Afturelding 24-22, úrslit leikur 4 og fögnuður KA manna

KA tók á móti Aftureldingu í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta 1996-1997 þann 12. apríl 1997. KA hafði náð heimaleikjaréttinum og gat með sigri í KA-Heimilinu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Heiðmar Felixson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 11 (1 úr víti), Jakob Jónsson 3, Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Sergei Ziza 2, Leó Örn Þorleifsson 2, Björgvin Þór Björgvinsson 2 og Alfreð Gíslason 1

Þá má sjá fögnuð KA manna að leik loknum sem var ógurlegur enda tókst loksins að ná Íslandsmeistaratitlinum norður og Alfreð Gíslason var kvaddur með þökkum.


12. apríl 1997
Íslandsmeistaratitlinum fagnað um kvöldið í KA-Heimilinu

KA varð Íslandsmeistari í handbolta tímabilið 1996-1997 og má sjá hér þegar KA-menn fagna titlinum í KA-Heimilinu. Þá ræðir Adolf Ingi Erlingsson við Friðjón Jónsson og Köru Melsteð.


12. apríl 1997
Svipmyndaklippa frá Íslandmeistaratitli KA 1997

KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skipti í sögu félagsins tímabilið 1996-1997 eftir sigur á Aftureldingu í úrslitum Nissan deildarinnar. Hér má sjá klippu sem RÚV tók saman eftir að KA hafði landað titlinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is