Jens og Magnús á Sparkassen Cup með U19

Handbolti
Jens og Magnús á Sparkassen Cup með U19
Handboltajól framundan hjá Jens og Magga

KA á tvo fulltrúa í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Sparkassen Cup sem fer fram í Þýskalandi dagana 26.-30. desember. Þetta eru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson en báðir hafa þeir átt fast sæti í liðinu undanfarin ár.

Hópurinn kemur saman til æfinga 20.-22. desember næstkomandi áður en haldið er til Þýskalands. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev.

Við óskum strákunum innilega til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu spennandi jólaverkefni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is