Handboltaleikjaskólinn hefst um helgina

Handbolti
Handboltaleikjaskólinn hefst um helgina
Vertu með í fjörinu í vetur!

Handknattleiksdeild KA býður upp á þrælskemmtilegan handboltaleikjaskóla í vetur fyrir hressa krakka fædd árin 2016-2018. Skólinn sló í gegn á síðasta vetri og klárt mál að þetta skemmtilega framtak er komið til að vera.

Handboltaleikjaskólinn fer fram á sunnudagsmorgnum í Naustaskóla frá 10:00 til 10:45 og er fyrsti tími núna um helgina, 12. september. Þrautreyndir þjálfarar stýra æfingunum og leggjum við mikinn metnað í að krakkarnir bæði njóti þess að leika sér auk þess að læra grunninn í helstu boltaæfingunum.

Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum Sportabler og er hægt að skrá sig með því að smella hér. Handboltaleikjaskólinn fer fram 12 sunnudaga fram að 1. desember og fer svo nýtt námskeið af stað eftir jól. Frekari upplýsingar um skólann veitir Siguróli Magni í siguroli@ka.is.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is