Fríar tækniæfingar í handboltanum

Handbolti
Fríar tækniæfingar í handboltanum
Tækniæfingarnar skila sér heldur betur á vellinum!

Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fimmta árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið.

Æfingarnar koma inn í Sportabler og hvetjum við alla iðkendur í KA og KA/Þór til að nýta sér þetta frábæra framtak sem er eins og áður segir í boði endurgjaldslaust. Ef einhverjar spurningar eru varðandi æfingarnar er hægt að hafa samband í jonni@ka.is.

Markmiðið með þessum æfingum er að bjóða okkar iðkendum sem þess óska að æfa aukalega, þar sem unnið verður með að bæta skottækni, auka skilning og bæta getu maður á mann, jafnt í vörn og sókn.

Þá verður boðið upp á æfingar sérstaklega út frá þeirri stöðu sem iðkendur leika og verða séræfingar fyrir markmenn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is