Flýtilyklar
Arnór Ísak fer á EM í Króatíu með U19
Arnór Ísak Haddsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í sumar. Mótið hefst þann 12. ágúst næstkomandi en Ísland er með sterkt lið í árgangnum og ætlar sér stóra hluti á mótinu.
Arnór Ísak hefur verið fastamaður í hópnum og leikið stórt hlutverk í leikjum liðsins. Það verður spennandi að sjá hvernig liðinu okkar mun farnast á mótinu en í riðli Íslands leika einnig Serbía, Slóvenía og Ítalía. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.
Við óskum Arnóri til hamingju með valið sem og góðs gengis á mótinu en hópurinn kemur saman þann 19. júlí og æfir svo af krafti fram að EM.