Tilnefningar til íţróttakonu KA 2024

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak | Lyftingar

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmćli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 viđ hátíđlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Viđ ţađ tilefni verđur íţróttakona KA áriđ 2024 kjörin en í ţetta skiptiđ eru fjórar glćsilegar íţróttakonur tilnefndir frá deildum félagsins.

Ţetta er í fimmta skiptiđ sem verđlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánćgja međ ţá breytingu.

Anna Ţyrí er tilnefnd fyrir hönd handknattleiksdeild en hún er varafyrirliđi KA/Ţórs og ţrátt fyrir ađ vera einungis 23 ára er hún orđin gríđarlega reynslumikil. Hún er lykilmađur í liđi KA/Ţórs og hefur veriđ ţađ undanfarin ár, jafnt í vörn sem og sókn. KA/Ţór er sem stendur efst og taplaust í Grill66 deildinni og stefnir hrađbyri ađ ţví ađ endurheimta sćti sitt í deild ţeirra bestu.

Anna Ţyrí er öflugur línumađur, klárlega einn besti varnarmađur sem spilar á Íslandi og hefur sýnt ţađ bćđi í Olísdeildinni á síđustu keppnistímabilum og ekki síđur í ár. Hún hefur veriđ óstöđvandi í sókn á ţessu tímabili međ tćplega 5 mörk ađ međaltali í auk ţess ađ hafa fiskađ 24 víti í 8 leikjum. Hún er mikill leiđtogi, gefur mikiđ af sér til liđsfélagana og er fyrirmynd fyrir ađra hvađ varđar baráttu og gott hugarfar.

Drífa hefur veriđ ein fremsta kraftlyftakona landsins í ár og endar hún áriđ sem nćst stigahćsta kona ársins í klassískum kraftlyftingum. Hún hefur veriđ til fyrirmyndar á allan hátt og veriđ mikil fyrirmynd fyrir ađra í deildinni međ árangri sínum og árćđni. Hún hefur slegiđ fjöldann allan af íslandsmetum á árinu og er talin ein efnilega lyftingakona landsins.

Í janúar keppti hún á Reykjavíkurleikunum og varđ ţar í öđru sćti ţar sem hún lyfti samanlagt 387.5kg og sló m.a. íslandsmet í hnébeygju međ 135kg og réttstöđulyftu međ 172.kg lyftu.

Drífa keppti á evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, en varđ fyrir ţví óláni ađ meiđast viku fyrir mótiđ. Hún keppti engu ađ síđur og átti sćmilegasta mót ţrátt fyrir meiđslin og lyfti 352.kg í samanlögđu og varđ ţar í 21. Sćti í sínum flokk.

Drífa keppti einnig á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í júní, ţar átti hún gott mót í hnébeygju og bekkpressu og bćtti sé í bekkpressu og tók ţar 87.5kg. Ţví miđur féll hún ţó úr keppni í réttstöđulyftu ţar sem hún náđi ekki gildri lyftu ţar.

Núna í október má svo međ sanni segja ađ hún hafi bćtt upp fyrir heimsmeistaramótiđ ţar sem hún keppti á íslandsmeistarmótinu, ţar sem hún átti alveg frábćrt mót og lyfti 407.5kg í samanlögđ, ţar sem hún tvíbćtti íslandsmetiđ sitt í hnébeygju og endađi međ 137.5kg ţar, tók 85kg í bekkpressu og ađ lokum ţríbćtti svo sitt eigiđ réttstöđulyftu međ og endađi ţar međ 185kg.

Drífa endar ţví áriđ á gríđarlegan sterkan hátt og verđum mjög spennandi ađ sjá hana keppa fyrir hönd KA og landsliđiđ á nćsta ári.

Julia Bonet er tilnefnd fyrir hönd Blakdeildar en hún átti frábćrt tímabil er KA varđ Deildar- og Íslandsmeistari áriđ 2024. Julia er afar mikilvćgur leikmađur fyrir KA en hún er kantsmassari sem skilar mörgum boltum beint í gólf hjá andstćđingunum. Hún var í liđi ársins í úrvalsdeild hjá Blaksambandinu og var valin besti erlendi leikmađurinn í deildinni sem sýnir hve mögnuđ hún er. Julia er jákvćđ, hvetjandi og góđur liđsfélagi sem okkar ungu og efnilegu stúlkur líta upp til.

Hún hefur líka náđ góđum árangri sem ţjálfari hjá okkur í yngri flokkum. Julia ásamt Zdravko hefur einnig átt veg og vanda ađ strandblaksćfingum og ţjálfun byrjenda jafnt sem lengra komna í strandblakinu hér á Akureyri. Hún hefur einnig tekiđ ţátt í strandblaksmótum hér innan lands og oftar en ekki tekiđ efstu sćtin á ţeim mótum.

Margrét Árnadóttir er tilnefnd fyrir hönd Knattspyrnudeildar en Margrét er fjölhćfur og kraftmikill leikmađur sem spilar lykilhlutverkí liđi Ţórs/KA. Hún átti gott tímabil í sumar er Ţór/KA endađi í 4. sćti Bestu deildarinnar. Vinnusemi, dugnađur, ósérhlífni og metnađur eru áberandi í hennar fari og hún drífur liđsfélaga sína áfram bćđi á ćfingum og í leikjum.

Margrét er góđ fyrirmynd innan sem utan vallar og reynsla hennar, ţekking og geta er yngri iđkendum til eftirbreytni. Hún gerir leikmenn í kringum sig betri og gefur aldrei eftir í baráttunni. Margrét gefst aldrei upp og er leikmađur sem allir vilja hafa sér viđ hliđ á vellinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is