Íslandsmet hjá Alex um helgina

Lyftingar

KA-maðurinn Alex Cambray Orrason setti glæsilegt Íslandsmet í hnébeygju á bikarmótinu í kraftlyftingum með búnaði sem Lyftingadeild KA stóð fyrir um helgina. Mótið tókst vel en glæsilegt Íslandsmet stendur upp úr en þar lyfti Alex 360.5kg í 105 kg flokki.

Það eru 11 ár síðan Viktor Samúelsson náði 300kg múrnum í hnébeygju í þessum flokki, það gerði hann árið 2013 en síðan þá hefur Einar Örn Guðnason átt metið. Einar bætti eigið met statt og stöðugt, fyrst árið 2013 um 1kg, en hann hækkaði svo jafnt og þétt upp í 360kg sem hann lyfti árið 2018.

Alex náði hins vegar af honum metinu með glæsilegri lyftu um helgina.

Stigahæsti keppandi í kvennaflokki varð Aníta Rún Bech Kajudóttir úr KA með 59.3 IPF GL stig en í karlaflokki varð Alex hlutskarpastur með 90.3 stig.

KA óskar sínum manni innilega til hamingju með glæsilegt Íslandsmet.

Myndir frá mótinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is