Sportskóli KA/Þór í júlí

Almennt

Það er með mikilli ánægju að aðalstjórn KA í samstarfi við KA/Þór kynnir til leiks Sportskóla KA/Þór sem fram fer í fjórar vikur í júlí í Naustaskóla.

Hvert námskeið er ein vika og er skólinn opinn daglega frá 8:00-12:30. Kostnaður við hvert námskeið er 10.900kr (nema síðasta, 8.900 - því það er bara 4 dagar). Skólinn er fyrir krakka fædda 2013-2017, eða frá 1. - 5. bekk

Umsjónarmaður skólans er Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, fyrirliði KA/Þór. Búast má við þónokkrum gestakennurum með Kristínu, og mikilli skemmtun.

Svipað fyrirkomulag er á Sportskóla KA/Þór eins og hefur verið í leikjaskóla KA. Mikil áhersla lögð á hreyfingu, gleði og útiveru. Krakkar sem æfa knattspyrnu geta fengið fylgd frá Naustaskóla að KA-svæðinu þegar skólanum lýkur - til að fara á æfingu. 

Skráning í skólann fer fram í gegnum Sportabler - og með því að smella hér!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is