KA hlaut veglegan styrk frá KEA

Almennt

Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum en þetta var í 90. skiptið sem veitt er úr sjóðnum. Í ár var úthlutað tæplega 25 milljónum króna úr sjóðnum til 60 aðila úr flokkunum menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna.

KA fékk góðan styrk úr sjóðnum rétt eins og KA/Þór og Þór/KA auk Fimleikafélags Akureyrar sem nú tilheyrir Fimleikadeild KA. Einnig fengu 17 ungir afreksmenn styrk úr sjóðnum og má þar nefna þau Skarphéðinn Ívar Einarsson, Lydíu Gunnþórsdóttur og Valdimar Loga Sævarsson sem koma úr okkar röðum.

Við þökkum KEA kærlega fyrir styrkinn og þeirra glæsilega framtak sem svo sannarlega skiptir sköpum í menningar- og íþróttamálum hér á Norðurlandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is