Ásdís og Rut í æfingahópi A-landsliðsins

Handbolti

Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag 19 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa á höfuðborgarsvæðinu 17.-21. febrúar næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir.

KA/Þór er sem stendur á toppi Olísdeildar kvenna og virkilega gaman að sjá Ásdísi koma inn í hópinn en hún hefur leikið tvo landsleiki með B-landsliði Íslands gegn Færeyjum og fær nú stóra tækifærið. Rut er hinsvegar algjör lykilmaður í hópnum og er næstreynslumest í hópnum með 94 landsleiki.

Vegna Covid-19 faraldursins eru einungis leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum að þessu sinni og því frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. Næsta verkefni landsliðsins er undankeppni HM þar sem Ísland leikur gegn Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðillinn verður leikinn í Norður-Makedóníu dagana 19.-21. mars.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is