Flýtilyklar
17 frá KA og KA/Þór í æfingahópum U15
Æfingahópar U15 ára landsliða Íslands í handbolta hafa verið gefnir út og eiga KA og KA/Þór alls 17 fulltrúa í hópunum. Landsliðshóparnir munu æfa fyrir sunnan helgina 18.-20. júní næstkomandi og er afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum fá kallið að þessu sinni.
10 strákar frá KA voru valdir en þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Jónatansson og Óskar Þórarinsson voru valdir í hóp þeirra sem fæddir eru 2006 og þeir Aron Daði Stefánsson, Ingólfur Benediksson, Leó Friðriksson, Úlfar Örn Guðbjargarson og Þórir Hrafn Ellertson í hóp þeirra sem fæddir eru árið 2007.
Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson eru þjálfarar strákanna en í framhaldi þessara æfinga mun liðið æfa tvær helgar í ágúst.
Þá voru 7 stelpur úr KA/Þór valdar stelpumegin en Lydía Gunnþórsdóttir og Hekla Halldórsdóttir voru valdar í hóp þeirra sem fæddar eru árið 2006 og þá voru þær Arna Dögg Kristinsdóttir, Auður Bergrún Snorradóttir, Elena Soffía Ómarsdóttir, Kristín Andrea Hinriksdóttir og Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir valdar í hóp þeirra sem fæddar eru árið 2007.
Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson eru þjálfarar stelpnanna en í framhaldi af þessum æfingum mun liðið æfa síðustu helgina í júní og aftur eina helgi í ágúst mánuði.
Við óskum okkar frábæru fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.