Flýtilyklar
KA-varp
- Áhorf: 9500 (1)
- Dags.: 26.03.2019
- Skrá: https://www.youtube.com/watch?v=lLX2khZzVek
KA Bikarmeistari í blaki kvenna 2019
KA varð Bikarmeistari í blaki kvenna árið 2019 er liðið vann 3-1 sigur á HK í þrælskemmtilegum úrslitaleik. Þetta var fyrsti Bikartitill KA í kvennaflokki og var fögnuðurinn eðlilega ansi mikill í leikslok. Bikarmeistarar KA í blaki kvenna 2019: Andrea Þorvaldsdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásta Lilja Harðardóttir, Birna Baldursdóttir, Eyrún Tanja Karlsdóttir, Gígja Guðnadóttir, Halldóra Margrét Bjarnadóttir, Heiðrún Júlía Gunnarsdóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Helga Guðrún Magnúsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Kolbrún Björg Jónsdóttir, María José Ariza Sánchez, Luz Medina, Ninna Rún Vésteinsdóttir, Paula Del Olmo Gomez og Sóley Karlsdóttir. Miguel Mateo Castrillo er þjálfari liðsins. Myndefni: RÚV Klipping: Ágúst Stefánsson
- KA Bikarmeistari í blaki 2016
KA varð Bikarmeistari karla í blaki annað árið í röð þegar liðið sigraði Þrótt Nes. 3-1 í úrslitaleik bikarkeppninnar þann 20. mars 2016. Áður hafði liðið slegið út Íslandsmeistara HK í undanúrslitum. Piotr Kempisty var valinn maður leiksins en hann átti stórleik fyrir KA og setti 36 stig.
Lið KA skipa þeir:
Hristiyan Dimitrov
Marteinn Möller
Ingvar Guðbergsson
Alexander Arnar Þórisson
Benedikt Rúnar Valtýsson
Sævar Karl Randversson
Vigfús Jónbergsson
Filip Pawel Szewczyk
Valþór Ingi Karlsson
Ævarr Freyr Birgisson
Piotr Kempisty
Guðbergur Egill Eyjólfsson
- KA Bikarmeistari í blaki 2015
KA mætti ógnarsterku liði HK í Bikarúrslitaleiknum í blaki 2015. HK hafði ekki tapað leik á tímabilinu og var sigurstranglegra. KA spilaði hinsvegar virkilega vel í leiknum og vann fyrstu tvær hrinurnar. HK svaraði í næstu hrinu en KA kláraði leikinn í þeirri fjórðu og leikinn samanlagt 3-1 og varð verðskuldað Bikarmeistari.
Ævarr Freyr Birgisson, Hilmar Sigurjónsson og Piotr Kempisty fóru mikinn í smössum KA liðsins en það var spilandi þjálfari liðsins, Filip Szewczyk, sem var valinn maður leiksins enda átti hann frábæran leik í uppspilinu.