Allir keppendur KA á pall og Breki Íslandsmeistari

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim
Lesa meira

Aðalfundur KA og deilda félagsins

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram dagana 29. og 30. apríl
Lesa meira

Nýjar sóttvarnarreglur stöðva íþróttastarf

Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar á fundi almannavarna í dag og taka gildi á miðnætti þar sem allt íþróttastarf var stöðvað auk þess sem 10 manna samkomubann var komið á. KA mun að sjálfsögðu fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan samkomubannið er í gildi
Lesa meira

Gígja og Brynjar íþróttafólk KA árið 2020

Á 93 ára afmælisfögnuði KA var árið gert upp og þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir. Þar ber hæst kjör á íþróttakarli og íþróttakonu KA á árinu. Deildir félagsins tilnefndu karl og konu úr sínum röðum en knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins og blakkonan Gígja Guðnadóttir valin íþróttakona ársins
Lesa meira

Rafrænn 93 ára afmælisfögnuður KA

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 93 ára afmæli sitt að þessu sinni með sjónvarpsþætti vegna Covid 19 stöðunnar. Í þættinum er íþróttakarl og íþróttakona ársins hjá félaginu kjörin auk þjálfara og liðs ársins. Böggubikarinn er að sjálfsögðu á sínum stað og Ingvar Már Gíslason formaður flytur ávarp sitt
Lesa meira

KA óskar ykkur gleðilegra jóla!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábæran stuðning sem og alla þá ómetanlegu sjálfboðavinnu sem unnin var fyrir félagið á árinu sem nú er að líða
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttafólks KA árið 2020

Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins

Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
Lesa meira

Júdóæfingar hefjast hjá yngriflokkum

Æfingar fyrir börn fædd 2005 og síðar hefjast samkvæmt æfingatöflu á morgun miðvikudag 18. nóv. Júdóæfingar barna mega hefjast aftur, samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á morgun 18. nóv. Verður börnum fæddum 2005 og síðar heimilt að mæta aftur til æfinga. Gunni og Berenika eru full tilhlökkunar og klár í að taka við krökkunum, líkleg tilbúin með ný tök og jafnvel köst líka.
Lesa meira

Æfingar yngriflokka hefjast á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjast æfingar yngriflokka á ný eftir Covid pásu. Börn og unglingar á grunnskólaaldri (1. til 10. bekkur) geta nú öll farið að æfa aftur og hvetjum við okkar frábæru iðkendur eindregið til að koma sér strax aftur í gírinn eftir pásuna undanfarnar vikur
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is