Frábær liðssigur í Mosfellsbænum

KA/Þór gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær er stelpurnar unnu sannfærandi 24-34 sigur á liði Aftureldingar. Ekki nóg með að sækja mikilvæg tvö stig og að sigurinn hafi aldrei verið í hættu að þá var ákaflega gaman að fylgjast með liðsheildinni sem skilaði sínu
Lesa meira

Brynjar Ingi og Rut íþróttafólk KA 2021

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnaði 94 ára afmæli sínu með afmælisþætti sem birtur var á miðlum félagsins í gær. Þar var farið yfir nýliðið ár sem var heldur betur blómlegt hjá öllum deildum félagsins og var því mikil spenna er við heiðruðum þá einstaklinga og lið sem stóðu uppúr á árinu
Lesa meira

Skarphéðinn og Iðunn hlutu Böggubikarinn

Á 94 ára afmælisfögnuði KA var Böggubikarinn afhentur í áttunda sinn auk þess sem að lið og þjálfari ársins voru valin í annað skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sjö iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, 7 þjálfarar til þjálfara ársins og 5 lið tilnefnd til liðs ársins
Lesa meira

94 ára afmælisfögnuður KA

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar nú 94 ára afmæli sínu en annað árið í röð förum við þá leið að halda upp á afmæli félagsins með sjónvarpsþætti vegna Covid stöðunnar. Árið 2021 var heldur betur blómlegt hjá okkur í KA og gaman að rifja upp þá stóru sigra sem unnust á árinu
Lesa meira

Stórleikur hjá KA/Þór á morgun!

Það er heldur betur stórslagur framundan í KA-Heimilinu þegar KA/Þór tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru staðráðnar í að sækja tvö dýrmæt stig en þurfa á þínum stuðning að halda
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttafólks KA 2021

Fimm karlar og fimm konur eru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu KA fyrir árið 2021. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og er mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 94 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
Lesa meira

Tilnefningar til þjálfara ársins 2021

Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2021. Þetta verður í annað skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 94 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
Lesa meira

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2021

Fimm lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins 2021 en þetta verður í annað skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 94 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins 2021

Böggubikarinn verður afhendur í áttunda skiptið á 94 ára afmæli KA í janúar en alls eru sjö ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2021 frá deildum félagsins
Lesa meira

KA óskar ykkur gleðilegra jóla!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is