Flýtilyklar
Fréttir
01.04.2023
KA Deildarmeistari annað árið í röð!
Kvennalið KA í blaki hampaði Deildarmeistaratitlinum í dag eftir frábæran 3-1 sigur á liði Álftanes í hreinum úrslitaleik um titilinn en leikurinn var lokaleikur liðanna í deildinni. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því ljóst að sigurliðið færi heim með bikarinn
Lesa meira
30.03.2023
Deildarmeistaratitillinn í húfi á laugardag!
KA og Álftanes mætast í hreinum úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu á laugardaginn klukkan 13:00. Leikurinn er síðasti leikur liðanna í deildarkeppninni og eru þau jöfn að stigum fyrir leikinn og því ljóst að það lið sem fer með sigur af hólmi verður Deildarmeistari
Lesa meira
22.03.2023
KA tekur á móti Hamri í kvöld
Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Hamar í fyrsta leik krossspils efstu liðanna í úrvalsdeild karla í blaki klukkan 20:15. Efstu þrjú lið deildarinnar mætast innbyrðis í krossspilinu og fáum við því rosalega leiki í lok deildarinnar
Lesa meira
10.03.2023
KA í úrslit Kjörísbikars kvenna!
KA leikur til úrslita í Kjörísbikarnum í blaki kvenna en stelpurnar okkar tryggðu sig í úrslitaleikinn með afar sannfærandi 3-0 sigri á Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum í dag. Sigur stelpnanna var í raun aldrei í hættu og alveg ljóst að stelpurnar ætla sér að verja bikarmeistaratitilinn
Lesa meira
09.03.2023
KA Podcastið - Blakbikarveisla
KA Podcastið hefur göngu sína að nýju enda blakveisla framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram. Veislan hefst kl. 17:30 í dag þegar karlalið KA mætir Vestra og á morgun, föstudag, mætir kvennalið KA liði Þróttar Fjarðabyggðar kl. 20:15
Lesa meira
09.03.2023
Kjörísbikarveislan hefst í dag!
Úrslitahelgi Kjörísbikarsins í blaki er runnin upp og strákarnir okkar ríða á vaðið klukkan 17:30 þegar þeir mæta liði Vestra í undanúrslitunum í dag. Á morgun, föstudag, leika svo stelpurnar okkar gegn Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum kvenna kl. 20:15 og ekki spurning að bæði lið ætla sér í úrslitaleikinn
Lesa meira
01.03.2023
Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins
Dregið var í undanúrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blakinu í dag og voru bæði lið KA að sjálfsögðu í pottinum og eðlilega mikil eftirvænting í loftinu. Það eru landsbyggðarslagir framundan en karlalið KA mætir liði Vestra og kvennaliðið mætir Þrótti Fjarðabyggð
Lesa meira
23.02.2023
Þrjú lið KA í bikarúrslit yngriflokka
Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram á Akureyri um síðustu helgi í umsjón blakdeildar KA. Þetta er eitt stærsta yngriflokkamót í blaki undanfarin ár og getum við verið afar stolt af því hve vel mótið gekk fyrir sig en lið hvaðan æva af landinu léku listir sínar
Lesa meira
17.02.2023
Bikarmót í blaki um helgina
Það verður heldur betur nóg um að vera í íþróttahúsum Akureyrarbæjar um helgina þegar bikarkeppni yngriflokka í blaki fer fram á laugardag og sunnudag. Alls verður keppt í KA-Heimilinu, Íþróttahöllinni og Naustaskóla en bæði strákar og stelpur á aldrinum U14 og upp í U20 leika listir sínar
Lesa meira
17.02.2023
Frítt inn á stórleik KA og Vestra
KA tekur á móti Vestra í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er heldur betur mikið í húfi en bæði lið eru í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni og sannkallaður sex stiga leikur framundan
Lesa meira