Flýtilyklar
Fréttir
15.05.2023
Sigurmyndband af mögnuðu kvennaliði KA
Kvennalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Bikarmeistaratitlinum og Deildarmeistaratitlinum annað árið í röð auk þess sem liðið er Meistari Meistaranna. Stelpurnar kláruðu Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn með stórbrotnum sigri í oddahrinu í oddaleik gegn Aftureldingu
Lesa meira
15.05.2023
KA Íslandsmeistari kvenna U14
Það hrannast áfram inn Íslandsmeistaratitlarnir hjá blakdeild KA en um helgina hömpuðu stelpurnar okkar í U14 titlinum en stelpurnar töpuðu ekki leik í allan vetur og því verðskuldaðir Íslandsmeistarar
Lesa meira
14.05.2023
Jóna og Mateusz best á lokahófi blakdeildar
Blakdeild KA gerði upp frábært tímabil sitt með glæsilegu lokahófi í gær en bæði karla- og kvennalið KA lönduðu sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í vikunni en stelpurnar urðu einnig Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Meistarar Meistaranna í vetur
Lesa meira
12.05.2023
Hreinn úrslitaleikur um titilinn kl. 19:00!
KA og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu og ljóst að sigurliðið í kvöld mun hampa titlinum. Nú þurfum við á ykkar stuðning að halda í stúkunni gott fólk
Lesa meira
09.05.2023
KA Íslandsmeistari í blaki karla 2023!
KA gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla í kvöld með 3-1 sigri á liði Hamars en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sigur í úrslitaeinvíginu samanlagt 3-1. KA vann þar með sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í blaki karla og þann fyrsta frá árinu 2019
Lesa meira
09.05.2023
Stefna býður frítt á stórleik strákanna!
KA tekur á móti Hamri í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla kl. 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. KA leiðir einvígið 2-1 og tryggir sér titilinn með sigri í kvöld og alveg ljóst að við þurfum að troðfylla stúkuna og tryggja að strákarnir landi titlinum
Lesa meira
27.04.2023
Fyrsti leikur í úrslitunum í kvöld!
KA og Afturelding mætast í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 20:00. Vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum og ljóst að gríðarlega mikilvægt er að byrja einvígið á sigri
Lesa meira
17.04.2023
Stelpurnar byrja á heimaleik í nágrannaslagnum
KA hefur leik í úrslitakeppninni í blaki kvenna á morgun, þriðjudag, þegar stelpurnar taka á móti Völsung í undanúrslitunum. Stelpurnar okkar hafa átt stórkostlegt tímabil og hafa nú þegar hampað sigri í bikarnum sem og deildinni og nú er komið að þeim allra stærsta, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum
Lesa meira
15.04.2023
Strákarnir áfram í undanúrslitin
KA tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í blaki karla með afar góðum 3-0 heimasigri á HK í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. KA hafði unnið 1-3 útisigur er liðin mættust í Kópavogi og vann þar með báða leikina í einvíginu og fer sannfærandi áfram í næstu umferð
Lesa meira
14.04.2023
Leik KA og HK seinkað til 20:30
KA tekur á móti HK í síðari leik liðanna í úrslitakeppninni í blaki karla klukkan 20:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Sigur tryggir strákunum sæti í undanúrslitunum og við þurfum á ykkar stuðning að halda
Lesa meira