Fréttir

21.06.2025

Drífa stóð sig vel á HM í kraftlyftingum

Drífa Ríkharðsdóttir, lyftingakona úr KA, keppti á HM í klassískum kraftlyftingum í Þýskalandi nýverið. Drífa átti flott mót með samanlagðan árangur upp á 392,5 kg
07.05.2025

Íslandsmet tryggði Alex silfur á EM í kraftlyftingum

Alex Cambray Orrason tryggði sér silfuverðlaun í hnébegju á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði í dag. Mótið er haldið í Pilsen í Tékklandi en Alex keppir í -93kg opnum flokki. Alex uppskar sannarlega eftir mikla vinnu og átti frábæran dag. Alex byrjaði á 327,5 kg, tók næst 345 kg og í þriðju beygju lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti. Þessi lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í feykisterkum flokki. Bekkpressan var spennandi, fyrstu tvær lyfturnar gengu ekki alveg sem skyldi en Alex náði þriðju örugglega með 202,5 kg á stönginni. Réttstöðulyftan byrjaði vel með 260 kg í fyrstu lyftu. Dómari snéri við annarri lyftu í ógilda en Alex lfti 275 kílóin í þriðju lyftu. Samanlagður árangur varð 835 kg og skilaði Alex 4. sæti í flokknum en það var aðeins líkamsþyngd sem skildi að 3. og 4. sæti í flokknum. Sannarlega frábær árangur hjá Alex og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur! Upplýsingar frá www.kraft.is.
21.06.2024

Tvö stórmót í lyftingum í KA um helgina

Lyftingadeild KA stendur í stórræðum um helgina en deildin heldur tvö stórmót í KA-Heimilinu. Á laugardeginum fer fram Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu og á sunnudaginn fer fram sumarmót LSÍ og KA í ólympískum lyftingum
13.05.2024

Stór vika hjá Lyftingadeild KA

Það var stór vika hjá Lyftingadeild KA í síðustu viku. Alex Cambrey Orrason gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet þegar hann keppti á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Hamm í Lúxemburg, 7.–12. maí. Árangur Alex skilaði honum fimmta sæti í -93kg. flokki.