Fréttir

13.07.2025

Keppt í fimleikum á unglingalandsmóti UMFÍ

Fimleikadeild KA vill vekja athylgi á því að á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram um verslunarmannahelgina á Egilstöðum verður hægt að keppa í fimleikum. Keppnin felur í sér að þátttakendur æfi atriði heima sem er frá 00:30-04:00 mínútur. Liðin eru metin út frá framkvæmd, samtaka, erfiðleika æfingar, spenna og stjórnun hreyfinga, samsetningu atriðis. Áætlað er að bjóða upp á opna tíma í fimleikahúsinu rétt fyrir mót. Þar geta liðin æft atriðið sitt og fengið aðstoð frá þjálfara í deildinni. Sjá nánar á https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar/
12.06.2025

Frábær árangur iðkenda Fimleikjadeildar KA á norðurlandamóti 2025

Þeir Sólon Sverrisson og Patrekur Páll Pétursson stóðu sig frábærlega á Norðurlandamóti 2025 sem fór fram helgina 6-8 Júní í Alaborg, Danmörku. Sólón keppti fyrir íslandshönd í unglingaflokki á meðan Patrekur keppti í drengjaflokki. Báðir voru deildinni til sóma 
15.05.2025

Fim-leikjaskóli sumarið 2025

Í Júní býður Fimleikadeild KA upp á fim-leikjaskóla fyrir 7-10 ára krakka (2015-2018). Leikjaskólinn verður frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og stendur yfir í viku í senn, fyrstu tvær vikurnar eru styttri vegna frídaga sem koma þar inn í, annarsvegar annar í hvítasunnu og svo 17.júní. Leikjaskólinn fer fram í íþróttahúsi/fimleikahúsinu við Giljaskóla. Eftirfarandi dagsetningar eru í boði : Vika 1 : 10.-13. júní Vika 2: 16.-20. júní Vika 3 : 13.-27.júní Vika 4 : 30.-4.júlí Vikan kostar 15.900 kr nema vika 1 og 2 þær eru ódýrar vegna færri daga. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og vatnsbrúsa! Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fimleikar@ka.is Við minnum á Leikjaskólinn er EKKI barnapössun, þetta er námskeið þar sem ætlast er til að krakkar taki þátt í því starfi og leikjum sem við erum á dagskrá hverju sinni. Skráning er hafin og fer fram í gegnum sportabler : skráning í leikjaskóla ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Einnig áskilur Fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka. Alexandra, skrifstofustjóri FIM.KA og Sonja Dags, formaður deildarinnar verða með yfirumsjón yfir leikjaskólanum.