Fréttir

Keppt í fimleikum á unglingalandsmóti UMFÍ

Fimleikadeild KA vill vekja athylgi á því að á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram um verslunarmannahelgina á Egilstöðum verður hægt að keppa í fimleikum. Keppnin felur í sér að þátttakendur æfi atriði heima sem er frá 00:30-04:00 mínútur. Liðin eru metin út frá framkvæmd, samtaka, erfiðleika æfingar, spenna og stjórnun hreyfinga, samsetningu atriðis. Áætlað er að bjóða upp á opna tíma í fimleikahúsinu rétt fyrir mót. Þar geta liðin æft atriðið sitt og fengið aðstoð frá þjálfara í deildinni. Sjá nánar á https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar/

Giorgi Dikhaminjia til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Georgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia skrifaði í dag undir hjá félaginu. Giorgi sem er 28 ára gamall er 188 cm á hæð og leikur sem hægri skytta en getur einnig leyst hægra hornið af

Félagsgjöld KA 2025

Nú er gífurlega mikið í gangi hjá okkur í KA, framkvæmdir á nýrri aðstöðu gengur vel og félagið heldur áfram að stækka. Í KA eru starfræktar sex deildir, knattspyrna, handbolti, blak, fimleikar, júdó og lyftingar og er félagið eitt það stærsta á landinu en nú eru yfir 1.500 iðkendur skráðir í KA

Stórafmæli í júlí

Stórafmæli skráðra félagsmanna í júlí

Kara, Katla og Sveinbjörg stóðu sig vel á SCA í Dublin

KA átti þrjá fulltrúa í kvennalandsliði Íslands í blaki sem keppti á Evrópukeppni Smáþjóða (SCA) í Dublin en þetta eru þær Kara Margrét Árnadóttir, Katla Fönn Valsdóttir og Sveinbjörg Lilja Ingólfsdóttir

Patrekur Stefánsson framlengir um tvö ár

Patrekur Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026-2027. Eru þetta afar góðar fregnir enda Patti lykilmaður í KA-liðinu og verið það undanfarin ár

Tinna Valgerður framlengir við KA/Þór

KA/Þór undirbýr sig nú af kappi fyrir baráttuna í efstudeildinni og var lykilskref tekið í þeirri vegferð í gær er Tinna Valgerður Gísladóttir skrifaði undir nýjan samning við félagið

Drífa stóð sig vel á HM í kraftlyftingum

Drífa Ríkharðsdóttir, lyftingakona úr KA, keppti á HM í klassískum kraftlyftingum í Þýskalandi nýverið. Drífa átti flott mót með samanlagðan árangur upp á 392,5 kg

Ingvar Heiðmann gengur í raðir KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Ingvar Heiðmann Birgisson er genginn í raðir KA á nýjan leik og leikur með liðinu í Olísdeildinni á komandi vetri

Morten Boe Linder í raðir KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur er Norðmaðurinn Morten Boe Linder skrifaði undir tveggja ára samning við félagið