Alexander keppir á Danish Open

Alexander Heiđarsson mun halda til Danmerkur á morgun ţar sem hann mun taka ţátt í Opna danska meistaramótinu í júdó. Hann fer til Danmerkur ásamt fimm öđrum landsliđsmönnum á vegum Júdósambands Íslands en keppir einn fyrir KA. Mótiđ er feiknar sterkt. Mótherjar hans eru ekki ađeins sterkustu júdómenn Skandinavíu heldur einnig Hollands og Bretlandseyja. Alexander keppir í flokki fullorđinna í -60kg á laugardeginum og á sunnudaginn keppir hann í undir 21 árs einnig í -60 kg. en sjálfur er hann 17 ára. Ađ móti loknu dvelur hann í ćfingabúđum fram á miđvikudag. Sýnt verđur beint frá mótinu og verđur slóđina ađ finna á netinu á laugardaginn. Mótiđ fer fram í Vejle. Hér er slóđin ţar sem finna má útsendinguna: https://www.facebook.com/MatsumaeCup.DanishOpen/ http://danishopenjudo.dk/
Lesa meira

Ţrjú brons á RIG 2018

KA menn gerđu góđa ferđ á Reykjavíkurleikana. Ţeir Alexander Heiđarsson, Arnar Ţór Björnsson og Karl Stefánsson nćldu sér í brons. Íslendingar fengu samtals tvö silfur og sjö brons á leikunum ţannig ađ árangur okkar manna er góđur. Viđ óskum ţeim til hamingju.
Lesa meira

WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES

WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES er nú í fullum gangi. Keppni í JÚDÓ hefst laugardaginn 27. janúar kl.10 í Laugardagshöll. Sýnt verđur frá keppninni á ríkissjónvarpinu kl. 14:30. Á Reykjavíkurleikana koma afar sterkir ţátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi, og auđvitađ frá Norđurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa veriđ á međal ţátttakenda frá upphafi, bćđi heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman á međal ţátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei veriđ fleiri og jafnari og verđa allir okkar bestu judo menn og konur á međal ţátttakenda. Daginn eftir mót verđur haldin sameiginleg ćfing međ öllum keppendum sem Petr Lacina landsliđsţjálfari Tékka mun stjórna en hann er ţjálfari eins ţekktasta judo manns heims Lukas Krpalek, Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón međ ćfingunni landsliđsţjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) ţau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Ţór Ţórarinsson. Keppendur frá KA eru Adam Brands Ţórarinsson, Alexander Heiđarsson, Arnar Ţór Björnsson, Dofri Vikar Bragason, Edda Ósk Tómasdóttir, Hekla Dís Pálsdóttir og Karl Stefánsson
Lesa meira

Íţróttamađur Akureyrar

Alexander Heiđarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild KA urđu í ţriđja sćti í kjöri til Íţróttamanns og Íţróttakonu Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Ţá var Sandra Stephany Mayor valin íţróttakon Akureyrar. Um ţađ var samiđ ţegar júdófólk úr Íţróttafélaginu Draupni gengu inn í KA s.l. sumar ađ Draupnir mundi tilnefna til Íţróttamanns Akureyrar vegna 2017 og er ţađ skýringin á ţessu fyrirkomulagi. Anna Soffía gat ekki veriđ viđstödd en Edda Ósk tók viđ viđurkenningum fyrir hennar hönd. Viđ óskum Alexander og Önnu Soffíu innilega til hamingju.
Lesa meira

Myndir frá afmćlishátíđ KA

90 ára afmćlishátíđ KA var haldin laugardaginn 13. janúar 2018 í KA-Heimilinu og fór frábćrlega fram. Hinir ýmsu ađilar voru verđlaunađir fyrir ţeirra störf fyrir félagiđ sem og önnur sérsambönd. Kvöldinu lauk svo međ allsherjardansleik í bođi Hamrabandsins og Páls Óskars. Hér birtum viđ myndir frá kvöldinu og ţökkum aftur fyrir frábćra skemmtun og glćsilega KA gleđi.
Lesa meira

KA 90 ára: Eftirminnileg augnablik úr sögu KA

90 ára afmćlishátíđ KA fór fram í gćr og tókst frábćrlega í alla stađi og var uppselt. Ţađ má međ sanni segja ađ gleđin hafi veriđ viđ völd og viljum viđ ţakka ykkur kćrlega fyrir ógleymanlegt kvöld! Hér má sjá myndband sem geymir nokkur ógleymanleg augnablik úr sögu félagsins og var frumsýnt á hátíđinni
Lesa meira

Afmćliskaffi fór fram í gćr | Alexander, Berenika og Karen María fengu Böggubikarinn

Húsfyllir var á afmćliskaffi KA sem fram fór í gćr í KA-heimilinu. KA fagnar í dag 90 ára afmćli.
Lesa meira

90 ára afmćli KA 13. janúar

90 ára afmćli KA verđur haldiđ međ pompi og prakt í KA-Heimilinu ţann 13. janúar nćstkomandi. Ţađ er ljóst ađ ţetta verđur veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Glćsileg veislumáltíđ frá Bautanum verđur á bođstólum og ţá munu Páll Óskar, Eyţór Ingi, Hamrabandiđ, Vandrćđaskáld, Siggi Gunnars og fleiri halda uppi stuđinu!
Lesa meira

Uppskeruhátíđ Júdósambands Íslands

Anna Soffía júdókona ársins og Alexander efnilegastur
Lesa meira

Alexander keppir í Cardiff

Alexander Heiđarsson á leiđ á Opna Walesska í Cardiff međ landsliđinu í Júdó.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is