Flýtilyklar
Um lyftingadeild
15.11.2024
Alex í níunda sæti á HM
KA-maðurinn Alex Cambray Orrason stóð í ströngu í vikunni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fer í Reykjanesbæ þessa dagana
Lesa meira
04.11.2024
Fjórum Íslandsmeistaratitlum lyft í hús
KA eignaðist fjóra Íslandsmeistara í klassískum kraftlyftingum á dögunum eftir frábæra frammistöðu í glæsilegum húsakynnum Stjörnunnar. KA varð í þriðja sæti í samanlagðri stigakeppni kvenna og fjórða sæti í stigakeppni karla
Lesa meira
21.08.2024
Íslandsmet hjá Alex um helgina
KA-maðurinn Alex Cambray Orrason setti glæsilegt Íslandsmet í hnébeygju á bikarmótinu í kraftlyftingum með búnaði sem Lyftingadeild KA stóð fyrir um helgina. Mótið tókst vel en glæsilegt Íslandsmet stendur upp úr en þar lyfti Alex 360.5kg í 105 kg flokki.
Lesa meira
21.06.2024
Tvö stórmót í lyftingum í KA um helgina
Lyftingadeild KA stendur í stórræðum um helgina en deildin heldur tvö stórmót í KA-Heimilinu. Á laugardeginum fer fram Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu og á sunnudaginn fer fram sumarmót LSÍ og KA í ólympískum lyftingum
Lesa meira
13.05.2024
Stór vika hjá Lyftingadeild KA
Það var stór vika hjá Lyftingadeild KA í síðustu viku. Alex Cambrey Orrason gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet þegar hann keppti á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Hamm í Lúxemburg, 7.–12. maí. Árangur Alex skilaði honum fimmta sæti í -93kg. flokki.
Lesa meira
19.04.2024
Aðalfundir deilda KA á næsta leiti
Aðalfundir deilda KA eru á næsta leiti og hvetjum við félagsmenn til að sækja fundina. Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram 12. febrúar og er nú komið að öðrum deildum félagsins.
Lesa meira
27.03.2024
Viktor og Þorsteinn lokið keppni í Króatíu
KA átti þrjá fulltrúa á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í Velika Gorija í Króatíu sem lauk í vikunni. Áður sögðum við frá árangri Drífu Ríkharðsdóttur en næstir á sjónarsviðið voru þeir Viktor Samúelsson og Þorsteinn Ægir Óttarsson.
Lesa meira
14.03.2024
Fyrsta Evrópumót Drífu
Áfram berast fréttir frá Lyftingadeild KA en Drífa Ríkharðsdóttir keppti á sínu fyrsta Evrópumóti í vikunni en Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 12.–17. mars í Velika Gorija í Króatíu. Alls eru 214 keppendum á mótinu frá 29 löndum.
Lesa meira
07.03.2024
Alex Íslandsmeistari í kraftlyftingum með búnaði
Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði
Lesa meira
30.01.2024
Drífa bætti eigið Íslandsmet
Drífa Ríkharðsdóttir úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands á Reykjavík International Games um helgina. Drífa átti mjög gott mót og setti íslandsmet í hnébeygju í 57kg flokki þegar hún lyfti 135 kg. Drífa lyfti 80kg í bekkpressu og 172,5kg í réttstöðulyftu og bætti þar eigið íslandsmet um 10kg.
Hún sló því sitt eigið íslandsmet í samanlögðu með 387.5kg sem skilaði henni í annað sæti á mótinu. Með árangrinum náði hún lágmörkum fyrir HM í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram í Litháen 15-23. júní í sumar.
Við óskum Drífu innilega til hamingju með árangurinn!
Lesa meira