Flýtilyklar
16.04.2018
Örfréttir KA - 16. apríl 2018
Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir góða stöðu í blakinu, Íslandsmeistaratitla í júdó, Þór/KA er komið í úrslit Lengjubikarsins og handboltinn fer aftur af stað, endilega fylgist með gangi mála hjá KA!
Lesa meira
16.04.2018
Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó
Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu
Lesa meira
10.04.2018
Aðalfundur Júdódeildar 17. apríl
Aðalfundur Júdódeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.
Lesa meira
26.03.2018
Örfréttir KA - 26. mars 2018
Eins og oft áður þá var mikið um að vera í KA starfinu í liðinni viku og er örfréttapakki vikunnar stútfullur. Endilega kynntu þér hvað er að gerast hjá félaginu
Lesa meira
24.03.2018
Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason
Lesa meira
21.03.2018
Vormót fullorðinna í júdó í KA-Heimilinu á laugardaginn
Vormót Júdósamband Íslands í flokki fullorðinna verður haldið næsta laugardag í KA-Heimilinu. Mótið hefst klukkan 10:00 og mótslok áætluð uppúr hádegi. Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu
Lesa meira
19.03.2018
Höddi Magg veislustjóri á Herrakvöldi KA
Herrar mínir og herrar! Hið margfræga Herrakvöld KA er laugardaginn 24 mars og verður Höddi Magg veislustjóri. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson, það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!
Lesa meira
18.03.2018
Herrakvöld KA 24. mars
Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Búið er að tilkynna að Guðjón Þórðarson verður ræðumaður á kvöldinu en nú er komið að því að tilkynna þann næsta. Það verður enginn annar en hin magnaða kempa Valdimar Grímsson!
Lesa meira
14.03.2018
Herrakvöld KA 24. mars
Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Guðjón Þórðarson en í ár eru 30 ár frá ráðningu hans sem þjálfari knattspyrnuliðs KA
Lesa meira
19.02.2018
Afmælismót JSÍ
Afmælismót JSÍ í yngri flokkum (U13/U15/U18/U21) var haldið í dag laugardaginn 17. febrúar. Mótið var afar fjölmennt og stóð frá kl. 10 til rúmlega 15. Það sáust margar glæsilegar viðureignir okkar lið stóð sig vel utan vallar sem innan.
Hér má sjá keppendur og árangur KA manna:
Berenika BERNAT (U18 63kg Gull og U21 63kg Gull)
Hekla PÁLSDÓTTIR (U18 70kg Gull og U21 70kg Gull)
Gylfi EDDUSON (U18 -50kg Silfur)
Baldur GUÐMUNDSSON (U18-55kg Silfur)
Birkir BERGSVEINSSON (U15 -46kg Silfur)
Árni ARNARSSON (U18-60kg Silfur)
Kristín GUÐJÓNSDÓTTIR (U18 21kg Brons)
Snæbjörn BLISCHKE (U15 73kg 4. sæti)
Lesa meira