10.05.2025
Í dag fór fram Vorsýning Fimleikadeildar KA, en hún er haldin árlega með pompi og prakt.
Okkar frábæru þjálfarar þær Mattý, Kara og Lovísa voru listrænir stjórnendur sýningunar en aðrir þjálfarar tóku mikin þátt við undirbúning á atriðum.
Okkar hæfileikaríku iðkendur stóðu sig svo sannarlega með prýði
Þá voru afhent blóm fyrir þrep og afrek sem unnin voru á starfsárinu 2024 - 2025.
4 iðkendur þrepi
Patrekur Páll Pétursson náði 2 þrepi
Silvía Marta Águstdóttir náði 4 þrepi
Sara Líf Júlíusdóttir náði 5 þrepi
Patricija Petkuté náði 5 þrepi
Afrek sem unnin voru á árinu eru
- Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa, var valinn þjálfari ársins á uppskeru hátíð Fimleikasambands íslands.
- Kristjana Ómarsdóttir varð Evrópumeistari með liði sínu í unglingaflokki. En þetta er í fyrsta sinn sem ísland verður Evrópumeistari í blönduðu liði unglinga. Kristjana hlaut einnig fyrir afrek sín boggubikarinn 2024 (KA) en sá bikar er veittur þeim sem þykja efnileg í sinni grein og séu til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum.
- Sólon Sverrisson var valinn í unglingalandslið Íslands á Junior Team Cup og á Norðurlandamót unglinga og drengja
- Patrekur Páll Pétursson var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja.
Fimleikadeild KA þakkar iðkendum, þjálfurum og öðrum velunnurum veitta aðstoð.