Fréttir

22.07.2025

Silkeborg - KA í beinni á Livey

Fyrri leikur Silkeborgar og KA í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Silkeborg á miðvikudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma
21.07.2025

Svabbi kóngur snýr aftur á völlinn!

Handboltalið KA heldur áfram að undirbúa sig fyrir baráttuna í Olísdeildinni í vetur og hefur nú borist ansi góður liðsstyrkur en Svavar Ingi Sigmundsson hefur ákveðið að taka fram skóna að nýju og leika með liðinu í vetur
21.07.2025

Fimleikahringurinn er að koma til Akureyrar!

Fimleikahringurinn er að koma til "X". Sýningahópur Fimleikasambands Ísland fer hér í gegn og ætlar að vera með sýningu ásamt opinni æfingu fyrir alla sem vilja prófa fimleika. Skemmtileg sýning fyrir alla og ókeypis aðgangur. Hlökkum til að sjá ykkur
18.07.2025

KA stefnir á að vera í fararbroddi í þróun júdóíþróttar fyrir fólk með þroskahömlun

Júdódeild KA á Akureyri hefur tekið þátt í evrópsku verkefni um aðlögun júdó fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Eirini Fytrou, þjálfari hjá félaginu, var ein af 86 þjálfurum frá 14 löndum sem sóttu ráðstefnu í Madríd. Eirini Fytrou frá Júdódeild KA á Akureyri var ein af þátttakendum á fyrstu ráðstefnu Judo Intellectual Disability Project (JIDP) í Madríd 10.-12. júlí. Ásamt henni var Annika Noack frá Tindastóli, en þær voru fulltrúar Íslands meðal 86 þjálfara frá 14 löndum.
18.07.2025

Birnir Snær til liðs við KA!

KA hefur borist gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir síðari hluta sumarsins en Birnir Snær Ingason skrifaði í morgun undir samning út tímabilið. Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður sem við bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan
13.07.2025

Keppt í fimleikum á unglingalandsmóti UMFÍ

Fimleikadeild KA vill vekja athylgi á því að á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram um verslunarmannahelgina á Egilstöðum verður hægt að keppa í fimleikum. Keppnin felur í sér að þátttakendur æfi atriði heima sem er frá 00:30-04:00 mínútur. Liðin eru metin út frá framkvæmd, samtaka, erfiðleika æfingar, spenna og stjórnun hreyfinga, samsetningu atriðis. Áætlað er að bjóða upp á opna tíma í fimleikahúsinu rétt fyrir mót. Þar geta liðin æft atriðið sitt og fengið aðstoð frá þjálfara í deildinni. Sjá nánar á https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar/
11.07.2025

Giorgi Dikhaminjia til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Georgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia skrifaði í dag undir hjá félaginu. Giorgi sem er 28 ára gamall er 188 cm á hæð og leikur sem hægri skytta en getur einnig leyst hægra hornið af
10.07.2025

Félagsgjöld KA 2025

Nú er gífurlega mikið í gangi hjá okkur í KA, framkvæmdir á nýrri aðstöðu gengur vel og félagið heldur áfram að stækka. Í KA eru starfræktar sex deildir, knattspyrna, handbolti, blak, fimleikar, júdó og lyftingar og er félagið eitt það stærsta á landinu en nú eru yfir 1.500 iðkendur skráðir í KA

Æfingatöflur

KOMDU Á ÆFINGU!

KA býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir hressa krakka í fótbolta, handbolta, blaki, júdó, lyftingum og fimleikum. Það er alltaf í boði að koma og prófa og hvetjum við ykkur eindregið til að prófa sem flestar greinar hjá KA.

Æfingatíma má finna á undirsíðu hverrar deildar fyrir sig. Ef einhverjar spurning eru þá er hægt að hafa samband við yfirþjálfara hjá hverri deild fyrir sig. Hlökkum til að sjá ykkur!