Flýtilyklar
Íslandsmet hjá Alex á móti lyftingadeildar KA
Íþróttamaður KA árið 2024, Alex Cambray Orrason, bætti enn einni skrautfjöður í hattinn þegar hann bætti Íslandsmet sitt í sameiginlegum árangri um 12,5kg. á Íslandsmótinu í kraftlyftingum með búnaði um þar-síðustu helgi. Alex varð stigahæstur á mótinu.
Lyftingadeild KA hélt mótið sem heppnaðist vel þrátt fyrir að veður setti strik í reikninginn fyrir bæði keppendur og dómara.
Alex lyfti:
Hnébeygja: 340kg
Bekkpressa: 225kg.
Réttstöðulyfta: 287,5kg.
Samanlagt: 852,5kg.
Aníta Rún Bech Kajudóttir varð einnig Íslandsmeistari í -63kg. Flokki.
Aníta lyfti:
Hnébeygja: 115kg.
Bekkpressa: 70kg.
Réttstöðulyfta: 130kg.
Samanlagt: 315kg.
Þá fór einnig fram æfingamót fyrir bæði áhugasama keppendur og dómara sem einnig heppnuðust vel.
Myndir og myndbönd frá mótinu má sjá hér.
Úrslit frá Íslandsmótinu má sjá hér.
Úrslit frá æfingamótinu má sjá hér.