Flýtilyklar
Helga stóð sig vel í Danmörku
27.11.2010
Júdó
Helga Hansdóttir náði þeim frábæra árangri að
ná 1. og 3ja sæti á alþjóðlegu dönsku unglingameistaramóti í dag. Hún keppti í aldursflokknum 17-21 árs en þar
sem hún er aðeins 17 ára gömul gerir það árangur hennar enn glæsilegri. Helga sigraði opna flokkin í sínum aldursflokki og lenti
í 3ja sæti í -63kg. flokki.
Helgu hefur gengið afar vel á alþjóðlegum mótum að undanförnu. Hún lenti í 5. sæti á mjög stóru alþjóðlegu móti í Svíþjóð í haust. Þar var hún aðeins hársbreidd frá þriðjasætinu. Auk þess náði hún 3ja sæti á Norðurlandamótinu í vor.
Júdódeild KA óskar Helgu til hamingju með árangurinn.
Helgu hefur gengið afar vel á alþjóðlegum mótum að undanförnu. Hún lenti í 5. sæti á mjög stóru alþjóðlegu móti í Svíþjóð í haust. Þar var hún aðeins hársbreidd frá þriðjasætinu. Auk þess náði hún 3ja sæti á Norðurlandamótinu í vor.
Júdódeild KA óskar Helgu til hamingju með árangurinn.