KA sækir nýliða Fylkis heim kl. 19:00

Blakveturinn er farinn af stað og nú er komið að karlaliði KA en KA sækir Fylki heim í fyrstu umferð Mizunodeildar karla klukkan 19:00 í dag. Strákarnir ætla sér stóra hluti í vetur og fyrsta verkefni vetrarins er gegn nýliðum Fylkis
Lesa meira

50 miðar í boði á stórleik kvöldsins

KA tekur á móti Aftureldingu í stórleik fyrstu umferðar Mizunodeildar kvenna í blaki klukkan 20:00 í kvöld. Liðin börðust um titlana í fyrra og er spáð efstu tveimur sætunum í vetur og má því búast við hörkuleik
Lesa meira

KA Ofurbikarmeistari í blaki karla 2020

Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og hampaði Ofurbikarnum um helgina eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik eftir mikinn spennuleik. KA byrjaði betur og komst í 2-0 en gestirnir gáfust ekki upp og knúðu fram oddahrinu þar sem KA vann að lokum 15-12 og leikinn þar með 3-2
Lesa meira

Karlalið KA í úrslit Ofurbikarsins

Á morgun er komið að úrslitastundinni í Ofurbikarnum í blaki sem fer fram hér á Akureyri um helgina. Karlalið KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á morgun og virðist liðið vera að koma sér betur og betur í takt eftir tap í fyrsta leik mótsins
Lesa meira

Avis og Blakdeild KA framlengja

Avis bílaleiga og Blakdeild KA hafa framlengt samning sinn og því ljóst að blakliðin okkar öflugu njóta því áfram góðs stuðnings frá Avis í vetur. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda hefur Avis verið einn stærsti styrktaraðili Blakdeildar undanfarin ár
Lesa meira

Ofurbikarinn um helgina - Ársmiðasalan hafin

Blaktímabilið hefst um helgina hér á Akureyri þegar Ofurbikarinn fer fram. Þar keppa fimm lið í karla- og kvennaflokki. Mótið hefst á föstudaginn en þá verður leikið í Naustaskóla og í Höllinni. Á laugardag og sunnudag er svo leikið í Höllinni og KA-Heimilinu
Lesa meira

Vetrartafla Blakdeildar KA

Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa.
Lesa meira

Strandhandbolta og blakmótum aflýst

Strandhandboltamótum og strandblaksmótum sem áttu að fara fram um helgina hefur verið aflýst vegna Covid-19 veirunnar. KA mun að sjálfsögðu fara áfram eftir tilmælum stjórnvalda og biðlum til ykkar allra að fara að öllu með gát. Kapp er best með forsjá, áfram KA
Lesa meira

Strandblaksmót KA um Versló!

Blakdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með blakmót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótin eru tvö og ættu því allir að geta tekið þátt í fjörinu og tilvalið að hreyfa sig aðeins um helgina í góðum félagsskap
Lesa meira

Sigdís Lind Sigurðardóttir til liðs við KA

Kvennalið KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Sigdís Lind Sigurðardóttir hefur skrifað undir hjá félaginu. Sigdís er 23 ára gömul og gengur til liðs við KA frá Kolding VK í Danmörku og ljóst að koma hennar mun styrkja KA liðið mikið en hún spilar miðju
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is