Flýtilyklar
Strandblaksmót KA um Versló!
Blakdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með blakmót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótin eru tvö og ættu því allir að geta tekið þátt í fjörinu og tilvalið að hreyfa sig aðeins um helgina í góðum félagsskap.
Það er kominn event fyrir mótin á facebook.
Á báðum mótum leika tveir leikmenn í hverju liði og má búast við miklu fjöri enda leikgleðin í fyrirrúmi á mótunum okkar. Á svæðinu verður vant blakfólk sem hjálpar til við að koma öllum af stað auk þess að leiðbeina og halda léttri og góðri stemningu.
Skráningargjald er 2.000 krónur á hvern leikmann og innifalið í verðinu er pizza eða samloka ásamt drykk. Sjoppa verður á staðnum fyrir þyrsta áhorfendur enda ríkir iðulega skemmtileg strandarstemning í logninu í Kjarnaskógi.
Skráning fer fram hjá agust@ka.is og mikilvægt að taka fram nafn á liði og símanúmer tengiliðs. Athugið að lokað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 30. júlí kl. 22:00.
Fjölskyldumót á laugardeginum
Á laugardeginum verður fjölskyldumót þar sem annar leikmaður þarf að vera yngri en 16 ára en hinn eldri. Mótið hefst klukkan 12:00.
Paramót á sunnudeginum
Á sunnudeginum verður svo paramót en í hverju liði þarf að vera einn karl/strákur og ein kona/stelpa. Mótið hefst klukkan 13:00.