Flýtilyklar
Fjórum Íslandsmeistaratitlum lyft í hús
Aníta Rún Bech Kajudóttir varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki. Hún lyfti 255 kg í samanlögðu og bætti sig bæði í bekkpressu og réttstöðulyftu. Aníta er aðeins 19 ára gömul.
Friðrik Alvin Grankvist átti mjög góðan dag og fékk allar lyftur gildar og náði þriðja sæti í -93 kg flokki með 517.5 kg í samanlögðu. Líkt og Aníta er Friðrik 19 ára.
Viktor Samúelsson varð Íslandsmeistari í 105 kg flokki og átti frábæran dag. Hann fékk allar lyftur gildar og sló fjölmörg Íslandsmet, bæði í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu þar sem hann lyfti 818 kg. Þar að auki varð hann í öðru sæti á stigum á mótinu og varð rétt á eftir fyrsta sætinu.
Viktor var í skemmtilegu viðtali á Mbl.is sem er vert að skoða hér
Þorsteinn Ægir Óttarsson varð Íslandsmeistari í 120+ flokki þar sem hann lyfti 780 kg í samanlögðu.
Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum KA til hamingju með Íslandsmeistaratitla og glæsilegan árangur á mótinu.